Segir menn hafa skotið á gröfumann við vinnu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 16:34 Sérsveitin á vettvangi. aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl. Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl.
Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira