Segir menn hafa skotið á gröfumann við vinnu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 16:34 Sérsveitin á vettvangi. aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl. Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl.
Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira