Segir menn hafa skotið á gröfumann við vinnu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 16:34 Sérsveitin á vettvangi. aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl. Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl.
Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira