Innlent

Upp­gjöf eftir áratugabaráttu við kerfið og meint skot­á­rás í Þykkva­bæ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á, sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru dauðir og útlitið svart. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út síðdegis til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi vegna atviks nærri Þykkvabæ. Kartöflubóndi segir nágranna sína hafa skotið í átt að gröfumanni sem var við vinnu.

Í kvöldfréttunum hittum við á veðurfræðing í beinni útsendingu, sem spáir fyrir um framtíð sumarsins. Blíðskaparveður var í höfuðborginni í dag. 

Við kíkjum vestur um haf þar sem hitabeltisstormurinn Beryl hefur skilið heilu eyjarnar í Karíbahafi í rúst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×