Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 10:17 Bifreiðin keyrði beint yfir umferðareyjuna. Facebook/Skjáskot Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. „Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira