Fótbolti

Mót­mæli sama brotinu tvisvar og var rekinn af velli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sergio Busquets ætlaði ekki að trúa því að dómarinn skyldi reka hann af velli.
Sergio Busquets ætlaði ekki að trúa því að dómarinn skyldi reka hann af velli. Joe Robbins/Icon Sportswire via Getty Images

Sergio Busquets átti vondan leik líkt og allt lið Inter Miami sem tapaði 6-1 gegn Cincinnati FC í toppslag MLS deildarinnar í nótt.

Heimamenn Cincinnati höfðu alla yfirburði á vellinum og voru 4-1 yfir í hálfleik. Þegar þeir skoruðu svo fimmta markið misstu liðsmenn Inter Miami hausinn algjörlega.

Tvö gul spjöld fyrir óþarfa brot komu í kjölfarið. Þegar dómarinn flautaði svo í enn eitt skiptið varð Sergio Busquets brjálaður og hellti sér yfir dómarann. Hann fékk að líta gult, en hélt áfram að hundelta dómarann, sem lyfti gula spjaldinu bara aftur á loft og breytti svo í rautt.

Manni færri fékk liðið á sig eitt mark til viðbótar og leiknum lauk með 6-1 sigri Cincinnati FC sem tók toppsætið í MLS deildinni af Inter Miami.

Á öðrum vígstað vann Orlando City 5-0 gegn DC United. Dagur Dan Þórhallsson spilaði allan leikinn í hægri bakverði Orlando, sem situr í 17. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×