Kanada óvænt í undanúrslitin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 09:30 Jonathan David er ein af stjörnum kanadíska landsliðsins. Ron Jenkins/Getty Images Kanada mun mæta ríkjandi heimsmeisturum í Argentínu í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu eftir sigur á Venesúela í vítaspyrnukeppni. Það er ekki aðeins álfukeppni karla í knattspyrnu í Evrópu þessa dagana en Suður-Ameríkukeppnin fer nú fram í Bandaríkjunum. Segja má að um upphitun sé að ræða en heimsmeistaramótið fer fram sumarið 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Kanada var nokkuð heppið með mótherja í 8-liða úrslitum en Venesúela er sýnd viði en ekki gefin. Jacob Shaffelburg kom Kanada yfir strax á 13. mínútu og reynist það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jafnaði gamla brýnið Salomón Rondón metin en unnendur enska boltans ættu að kannast við kappann. Hann spilaði með West Bromwich Albion, Newcastle United og Everton á sínum tíma en spilar í dag með Pachuca í Mexíkó. Þar sem ekki var meira skorað var gripið til vítaspyrnukeppni en í Suður-Ameríkukeppninni eru engar framlengingar nema þess þurfi í úrslitaleiknum. Rondón sjálfur skoraði úr fyrsut spyrnu Venesúela en samherjar hans Yangel Herrera, Jefferson Savarino og Wilker Angel misnotuðu spyrnur sínar og Kanada fór því með sigur af hólmi. Fyrir mót var Kanada ekki talið líklegt til afreka en liðið er nú komið alla leið í undanúrslit. Átta liða úrslitunum lýkur í kvöld og nótt þegar Kólumbía mætir Panama og Úrúgvæ mætir Brasilíu. Fótbolti Copa América Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Það er ekki aðeins álfukeppni karla í knattspyrnu í Evrópu þessa dagana en Suður-Ameríkukeppnin fer nú fram í Bandaríkjunum. Segja má að um upphitun sé að ræða en heimsmeistaramótið fer fram sumarið 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Kanada var nokkuð heppið með mótherja í 8-liða úrslitum en Venesúela er sýnd viði en ekki gefin. Jacob Shaffelburg kom Kanada yfir strax á 13. mínútu og reynist það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jafnaði gamla brýnið Salomón Rondón metin en unnendur enska boltans ættu að kannast við kappann. Hann spilaði með West Bromwich Albion, Newcastle United og Everton á sínum tíma en spilar í dag með Pachuca í Mexíkó. Þar sem ekki var meira skorað var gripið til vítaspyrnukeppni en í Suður-Ameríkukeppninni eru engar framlengingar nema þess þurfi í úrslitaleiknum. Rondón sjálfur skoraði úr fyrsut spyrnu Venesúela en samherjar hans Yangel Herrera, Jefferson Savarino og Wilker Angel misnotuðu spyrnur sínar og Kanada fór því með sigur af hólmi. Fyrir mót var Kanada ekki talið líklegt til afreka en liðið er nú komið alla leið í undanúrslit. Átta liða úrslitunum lýkur í kvöld og nótt þegar Kólumbía mætir Panama og Úrúgvæ mætir Brasilíu.
Fótbolti Copa América Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira