Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 22:15 Fjöldi fólks er komið saman til þess að fagna því sem virðist vera ósigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. epa Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa Frakkland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa
Frakkland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira