Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 09:01 Það leikur enginn vafi á því að leikmönnum franska landsliðsins hafi tekist að hafa áhrif á kosningarinnar í heimalandinu. Getty/Dan Mullan Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira