Viðskipti innlent

Mikill á­hugi á þrota­búi Skagans 3X

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Helgi Jóhannesson er skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X.
Helgi Jóhannesson er skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X. Arnar/Aðsend

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn.

Í síðustu viku óskaði Baader Skaginn 3X eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Öllum 128 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp, en Skaginn 3X var einn stærsti vinnustaður Akraness. Vilhjálmur Birgisson sagði hamfarir dynja á Skagamenn og Haraldur bæjarstjóri Akraness agði gjaldþrotið áfall fyrir Akranes.

Margir hafa haft samband

Helgi Jóhannesson er skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X. Hann segir ekki tímabært að segja til um það hvernig þetta muni fara. „En það er mikið verið að hafa samband við mig, og einhverjir eru að reyna púsla sig saman og reyna gera tilboð í heildareignina,“ segir Helgi.

Hann segir að munnlega sé verið að viðra verðhugmyndir en ekkert formlegt tilboð hafi borist, nema í nokkra hluta fyrirtækisins.

Langflestar fyrirspurnirnar séu frá innlendum aðilum.

Bjartsýnn á framhaldið

„Já ég bara leyfi mér að vera bjartsýnn. En ég geri mér auðvitað grein fyrir því að þetta er erfitt, þetta er þrotabú og allt það. En á meðan maður heyrir í fólki sem er að spyrjast fyrir um þetta af áhuga verður maður bara að vera bjartsýnn, og ég ætla bara halda því áfram“, segir Helgi.


Tengdar fréttir

Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×