Fótbolti

Sjáðu: Lygi­legt mark Ísaks Andra og Val­geir Lund­dal lagði upp sigur­markið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Andri skoraði magnaði mark í kvöld. Hvort það var viljandi er óvitað.
Ísak Andri skoraði magnaði mark í kvöld. Hvort það var viljandi er óvitað. Norrköping

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði ótrúlegt mark þegar Norrköping mátti þola 3-1 tap gegn Djurgårdens IF í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þá lagði Valgeir Lunddal Friðriksson upp sigurmark BK Häcken.

Ísak Andri var í byrjunarliðinu líkt og Arnór Ingvi Traustason. Þeir komu þó engum vörnum við er gestirnir í Djurgårdens IF skoruðu snemma leiks né þegar þeir tvöfölduðu forystuna eftir klukkustund. Ísak Andri  minnkaði muninn skömmu síðar með frábæru marki. Það má hins vegar deila um hvort hann hafi verið að reyna skot eða fyrirgjöf. Það breytir því ekki að markið var stórkostlegt.

Því miður byggði heimaliðið ekki á því og gestirnir náðu aftur tveggja marka forystu þegar 68 mínútur voru liðnar. Fleiri urðu mörkin ekki og slæmt Norrköping heldur áfram, lokatölur 1-3 og sigur Djurgårdens IF staðreynd.

Valgeir Lunddal var í byrjunarliði BK Häcken þegar liðið sótti Västerås heim. Íslenski landsliðsmaðurinn nældi sér í gult spjald á 29. mínútu en ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir metin og staðan 1-1 í hálfleik. 

Það var svo þegar sex mínútur voru til leiksloka sem Valgeir Lunddal átti fyrirgjöf frá hægri sem rataði til  Zeidane Inoussa sem skoraði með frábærri afgreiðslu. Reyndist það sigurmark leiksins, lokatölur 1-2.

Valgeir Lunddal og félagar eru komnir upp í 23. stig í 4. sætinu, tólf stigum á eftir toppliði Malmö. Á sama tíma er Norrköping í fallsæti með 11 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×