Uppgjörið: Víkingur - Shamrock Rovers 0-0 | Evrópuævintýri Víkinga hefst á markalausu jafntefli Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júlí 2024 18:00 Danijel Dejan Djuric var haldið í gjörgæslu allan leikinn. Víkingur gerði 0-0 jafntefli við Shamrock Rovers í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Víkingur stillti mjög sóknarsinnuðu liði upp, frjálsir og flæðandi í sínum aðgerðum. Flestallir út um allt, skemmtilegt uppspil og ógnuðu mikið í hlaupum aftur fyrir vörnina. Yfirmönnuðu kantana, sérstaklega hægri kantinn sem var síhættulegur. Danijel Dejan Djuric á vinstri kantinum komst ekki eins vel inn í leikinn. Víkingar þurftu oft og mörgum sinnum að horfa á boltann fljúga framhjá markinu. Víkingar mun betri aðilinn í upphafi og virtust ætla að taka forystuna snemma en Shamrock Rovers unnu sig vel inn í leikinn og voru virkilega þéttir varnarlega, buðu upp á lítið sóknarlega samt. Mjög agaðir og sýnilega sáttir með að halda út jafntefli, voru strax byrjaðir að tefja og hægja á leiknum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur fór að nær öllu leyti fram á vallarhelmingi Shamrock Rovers, Víkingar í stórsókn en ekkert stórhættulegri endilega, áttu erfitt með að finna færi og oftar en ekki endaði boltinn í hornspyrnu sem gestirnir skölluðu burt. Ein af mörgum hornspyrnum Víkings í leiknum.vísir / pawel Ari Sigurpálsson var settur inn til að hrista upp í hlutunum og Danijel Dejan Djuric varð fremsti maður Víkings.vísir / pawel Það gerðist svo eftir áttatíu mínútna leik að gestirnir urðu manni færri, hægri vængbakvörðurinn Darragh Nugent rekinn af velli. Víkingar sáu sér gott til glóðarinnar og sóttu á mörgum mönnum undir lokin. Of mörgum mögulega því eftir misheppnaða sendingu slapp framherjinn Johnny Kenny einn í gegn og fékk hættulegasta færi leiksins, en lyfti boltanum yfir markið. Víkingar gerðu allt sem þeir gátu til að setja sigurmarkið í uppbótartíma en hvað sem þeir gerðu vildi boltinn ekki inn. Niðurstaðan markalaust jafntefli. Síðasta færi leiksins fór forgörðum þegar Erlingur Agnarsson skallaði boltann framhjá.vísir / pawel Atvik leiksins Víkingar voru grátlega nálægt því að komast marki yfir strax á 10. mínútu. Gunnar Vatnhamar með skalla eftir hornspyrnu sem var varinn í stöngina, Erlingur Agnarsson fylgdi eftir en potaði boltanum líka í stöngina. Erlingur fylgdi skallanum eftir en skaut líka í stöngina.vísir / PAWEL Stemning og umgjörð Smekkfullt í Víkinni, uppselt á Meistaradeildarkvöldi. Frábær stemning á pöllunum, gott grill og veglegar veigar. Allt eins og það á vera. Eitthvað um fimmtíu Írar létu líka sjá sig og létu heyra vel í sér, skemmtilegt. Stútfull stúkavísir / pawel Dómarar [6] Norskt teymi á vellinum, Þjóðverjar í VAR herberginu. Hefðu vel mátt hafa meiri stjórn á leiknum og ekki leyfa Shamrock Rovers að komast upp með að hægja svona mikið á hlutunum. Tóku aðeins á því undir lokin og gáfu markmanninum gult en það hefði átt að gerast löngu fyrr. Hárrétt og vel gert að reka Darragh Nugent af velli. Var á gulu og henti sér niður, leikaraskapur og seinna gula á loft. Sigurd Kringstad hélt utan um flautuna í kvöld. Viðtöl Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík
Víkingur gerði 0-0 jafntefli við Shamrock Rovers í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Víkingur stillti mjög sóknarsinnuðu liði upp, frjálsir og flæðandi í sínum aðgerðum. Flestallir út um allt, skemmtilegt uppspil og ógnuðu mikið í hlaupum aftur fyrir vörnina. Yfirmönnuðu kantana, sérstaklega hægri kantinn sem var síhættulegur. Danijel Dejan Djuric á vinstri kantinum komst ekki eins vel inn í leikinn. Víkingar þurftu oft og mörgum sinnum að horfa á boltann fljúga framhjá markinu. Víkingar mun betri aðilinn í upphafi og virtust ætla að taka forystuna snemma en Shamrock Rovers unnu sig vel inn í leikinn og voru virkilega þéttir varnarlega, buðu upp á lítið sóknarlega samt. Mjög agaðir og sýnilega sáttir með að halda út jafntefli, voru strax byrjaðir að tefja og hægja á leiknum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur fór að nær öllu leyti fram á vallarhelmingi Shamrock Rovers, Víkingar í stórsókn en ekkert stórhættulegri endilega, áttu erfitt með að finna færi og oftar en ekki endaði boltinn í hornspyrnu sem gestirnir skölluðu burt. Ein af mörgum hornspyrnum Víkings í leiknum.vísir / pawel Ari Sigurpálsson var settur inn til að hrista upp í hlutunum og Danijel Dejan Djuric varð fremsti maður Víkings.vísir / pawel Það gerðist svo eftir áttatíu mínútna leik að gestirnir urðu manni færri, hægri vængbakvörðurinn Darragh Nugent rekinn af velli. Víkingar sáu sér gott til glóðarinnar og sóttu á mörgum mönnum undir lokin. Of mörgum mögulega því eftir misheppnaða sendingu slapp framherjinn Johnny Kenny einn í gegn og fékk hættulegasta færi leiksins, en lyfti boltanum yfir markið. Víkingar gerðu allt sem þeir gátu til að setja sigurmarkið í uppbótartíma en hvað sem þeir gerðu vildi boltinn ekki inn. Niðurstaðan markalaust jafntefli. Síðasta færi leiksins fór forgörðum þegar Erlingur Agnarsson skallaði boltann framhjá.vísir / pawel Atvik leiksins Víkingar voru grátlega nálægt því að komast marki yfir strax á 10. mínútu. Gunnar Vatnhamar með skalla eftir hornspyrnu sem var varinn í stöngina, Erlingur Agnarsson fylgdi eftir en potaði boltanum líka í stöngina. Erlingur fylgdi skallanum eftir en skaut líka í stöngina.vísir / PAWEL Stemning og umgjörð Smekkfullt í Víkinni, uppselt á Meistaradeildarkvöldi. Frábær stemning á pöllunum, gott grill og veglegar veigar. Allt eins og það á vera. Eitthvað um fimmtíu Írar létu líka sjá sig og létu heyra vel í sér, skemmtilegt. Stútfull stúkavísir / pawel Dómarar [6] Norskt teymi á vellinum, Þjóðverjar í VAR herberginu. Hefðu vel mátt hafa meiri stjórn á leiknum og ekki leyfa Shamrock Rovers að komast upp með að hægja svona mikið á hlutunum. Tóku aðeins á því undir lokin og gáfu markmanninum gult en það hefði átt að gerast löngu fyrr. Hárrétt og vel gert að reka Darragh Nugent af velli. Var á gulu og henti sér niður, leikaraskapur og seinna gula á loft. Sigurd Kringstad hélt utan um flautuna í kvöld. Viðtöl
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti