Á sama tíma koma leiðtogar NATO-ríkjanna saman á afmælisleiðtogafundi, þar sem Úkraína verður í brennidepli og Joe Biden Bandaríkjaforseti verður að sanna þig eftir slakt gengi í kappræðum við Donald Trump. Heimir Már Pétursson fréttamaður kemur í sett og rýnir í stöðuna.
Þá tökum við púlsinn á Hafnfirðingum, sem margir eru uggandi vegna fyrirhugaðra framkvæmda Carbfix. Óháður jarðfræðingur segir þó enga hættu á ferðum.
Við fjöllum einnig um bíræfna kaplaþjófa á byggingasvæði uppi á Höfða og Kristján Már Unnarsson verður í beinni útsendingu úr loftbelg. Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.