Var áfram með eiginmanninum þrátt fyrir brot hans gegn dótturinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:12 Munro, sem var virtur smásaganhöfundur, lést í maí síðastliðnum. Nú er komið í ljós að ýmsir vissu um kynferðisofbeldið sem dóttir hennar var beitt, meðal annars maðurinn sem ritaði ævisögu Munro. Getty/PA/Julien Behal Yngsta dóttir rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro hefur stigið fram og greint frá því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ákveðið að vera áfram með manninum. Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC. Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC.
Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira