Innlent

Bankasýsla ríkisins verði lögð niður

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárus Blöndal fyrrverandi stjórnarformaður.
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárus Blöndal fyrrverandi stjórnarformaður. Vísir/Vilhelm

Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi.

Í samráðsgáttinni kemur fram að um sé að ræða lita stofnun með lágmarksstarfsemi og að hún hafi lokið þeim verkefnum sem henni var ætlað. Ekki þyki forsvaranlegt að starfrækja hana lengur.

Áformin séu einnig í samræmi við yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna frá nítjánda apríl 2022.

„Talið er að með slíku fyrirkomulagi sé verulega dregið úr þeirri hættu sem felst í því að sami aðili sé í eigandafyrirsvari tiltekins félags auk þess að hann hafi með höndum faglegt eftirlit með starfsemi félags eða almennu starfsumhverfi þess,“ segir í samráðsgáttinni.

Þar kemur fram að slíkt fyrirkomulag veiti einnig tækifæri til að einnleiða samræmdar leiðbeiningar um upplýsingagjöf, skipan stjórna, arðsemiskröfur, eigendaeftirlit og fleira.

Bankasýsla ríkisins var stofnuð árið 2009 en hún fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnunin myndi ljúka hlutverki sínu á fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×