Fótbolti

„Kannski áttum við skilið fram­lengingu, en svona er þetta“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ronald Koeman og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu eru á heimleið.
Ronald Koeman og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu eru á heimleið. Dan Mullan/Getty Images

„Já, í fyrri hálfleik, ekki í seinni hálfleik,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Hollands, aðspurður hvort England hafi átt sigurinn skilið í undanúrslitum Evrópumótsins.

„Í seinni hálfleik var þetta jöfn barátta. Í fyrri hálfleik vorum við í vandræðum á miðjunni og áttum erfitt með að hafa stjórn á [Phil] Foden og [Jude] Bellingham. Við breyttum til og settum auka mann á miðjuna, eftir það var þetta 50/50 leikur.“

Það leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu og leikmenn voru farnir að undirbúa sig andlega en svo kom óvænt sigurmark frá Ollie Watkins. 

„Mér fannst, síðustu 20-25 mínúturnar, eins og við værum aðeins ferskari. Þeir setja svo sigurmarkið á lokamínútunni og það er fótboltinn fyrir þig.“

Koeman var ekki að svekkja sig of mikið á hlutum, sagðist stoltur af liðinu og óskaði Englendingum til hamingju. 

„Ég get ekki kallað það óheppni því þetta var frábært mark. Kannski áttum við skilið framlengingu, en svona er þetta,“ sagði Koeman að lokum í viðtali við ITV eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×