Lífið

Albert og Guð­laug hætt saman

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Albert og Guðlaug hafa búið saman erlendis um árabil þar sem Albert er atvinnunumaður í knattspyrnu.
Albert og Guðlaug hafa búið saman erlendis um árabil þar sem Albert er atvinnunumaður í knattspyrnu. Skjáskot

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru hætt saman eftir níu ára samband. Al­bert er leikmaður Genoa á Ítal­íu og hef­ur spilað með landsliði Íslands.

Lítið hefur sést til Alberts og Guðlaugar saman upp á síðkastið en hún hefur að mestu verið á Íslandi í sumar með börnin þeirra tvö á meðan Albert hefur sinnt knattspyrnuferlinum á Ítalíu. 

Albert fagnaði 27 ára afmæli sínu á landinu um miðjan júní með foreldrum og vinum á flöskuborði á Edition hótelinu. Guðlaug varð 27 ára nokkrum dögum áður og fagnaði afmæli sínu með vinkonum sínum á veitingastaðnum Eriksson Brasserie.


Tengdar fréttir

Fannst líkaminn vera að svíkja mig

Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka.

Albert neitaði sök

Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd.

Albert ekki í landsliðshópnum

Åge Hareide kynnti í dag landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki karlalandsliðs Íslands í fótbolta við England og Holland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×