Innlent

Stefndi í slags­mál ung­menna

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hópamyndunin átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem er í Austurbæ, Vesturbæ, Miðborginni og á Seltjarnarnesi.
Hópamyndunin átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem er í Austurbæ, Vesturbæ, Miðborginni og á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm

Lögreglu var tilkynnt um hópamyndun við verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem tilkynnti sagði að það hafi verið að stefna í slagsmál. En þegar lögreglu bar að garði voru flestir farnir.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem er í Austurbæ, Vesturbæ, Miðborginni og á Seltjarnarnesi.

Í dagbókinni er einnig greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður á 143 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Þá voru maður og kona handtekin fyrir sölu fíkniefna, en fram kemur að konan sé einnig grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Einnig er minnst á ólæti stuðningsmanna á leik Vals og albanska liðsins Vllaznia sem fór fram á heimavelli Vals á Hlíðarenda. Greint var frá því máli í gær, en myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×