„Hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:03 Alexandra Jóhannsdóttir byggir upp eina af sóknum íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eitt marka íslenska sem vann frækinn sigur gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna í Laugardalnum í kvöld. Alexandra er á leið með Íslandi á Evrópumótið en liðið er að fara þangað í fimmta skiptið í röð. „Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Glódís Perla besti miðvörður í heimi Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Sjá meira
„Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Glódís Perla besti miðvörður í heimi Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti