Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil með 2-1 sigri gegn Englendingum fyrri í kvöld þar sem Nico Williams og Mikel Oyarzabal skoruðu mörk spænska liðsins.
Rodri náði hins vegar ekki að spila nema bara fyrri hálfleiks úrslitaleiksins þar sem hann neyddist til að fara af velli í hálfleik vegna meiðsla.
Það kom þó ekki að sök og Spánverjar fögnuðu sínum fjórða Evrópumeistaratitli í sögunni. Í leikslok var Rodri svo valinn besti leikmaður mótsins.
🏆 Player of the Tournament: Rodri #EURO2024 pic.twitter.com/sxKEu8Fe4h
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 14, 2024
Þá var Lamine Yamal, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, valinn besti ungi leikmaður mótsins. Yamal, sem varð 17 ára í gær, laugardag, átti frábært mót þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp fjögur fyrir liðsfélaga sína.
Hann lagði meðal annars upp fyrra mark Spánverja í úrslitaleik kvöldsins.
🏆 Young Player of the Tournament: Lamine Yamal #EURO2024 pic.twitter.com/Mb8HEU2alr
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 14, 2024