Tekjur mestar í Vestmannaeyjum og minnstar í Tjörneshreppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 10:19 Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Miðgildið var 7,6 milljónir króna á ári, sem þýðir að helmingur einstaklinga var með laun yfir 636 þúsundum króna á mánuði. Vísir/Vilhelm Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvari því að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna hafi verið 11,3 prósent, en sé horft til verðlagsleiðréttingar hafi hækkunin verið 2,4 prósent. Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna. Mestar tekjur í Eyjum og lægstar í Tjörneshreppi Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, þar sem þær voru 13,9 milljónir að meðaltali árið 2023. Næstmestar voru tekjurnar á Seltjarnarnesi, þar sem meðaltalið var 12,6 milljónir, og þar á eftir kom Garðabær, þar sem meðaltalið var 11,5 milljónir. Tekjurnar voru minnstar að meðaltali í Tjörneshreppi, þar sem þær voru 6,48 milljónir, en Skagabyggð fylgdi þar fast á eftir með 6,52 milljónir. Í Dalabyggð voru tekjur að meðaltali 6,9 milljónir árið 2023. Heildartekjur í Reykjavík voru að meðaltali 9,13 milljónir árið 2023, rétt undir meðaltalinu á landsvísu. Mestar tekjur hjá 50 til 54 ára Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur. Til atvinnutekna teljast allar launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur. Atvinnutekjur eru stærsti hluti heildartekna hjá flestum aldurshópum, en flokkurinn „aðrar tekjur“ vega mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri. Til annarra tekna teljast meðal annars atvinnuleysisbætur, félagsleg aðstoð og lífeyris- og bótagreiðslur. Sjá nánar hjá Hagstofunni. Fjármál heimilisins Vestmannaeyjar Tekjur Tjörneshreppur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvari því að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna hafi verið 11,3 prósent, en sé horft til verðlagsleiðréttingar hafi hækkunin verið 2,4 prósent. Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna. Mestar tekjur í Eyjum og lægstar í Tjörneshreppi Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, þar sem þær voru 13,9 milljónir að meðaltali árið 2023. Næstmestar voru tekjurnar á Seltjarnarnesi, þar sem meðaltalið var 12,6 milljónir, og þar á eftir kom Garðabær, þar sem meðaltalið var 11,5 milljónir. Tekjurnar voru minnstar að meðaltali í Tjörneshreppi, þar sem þær voru 6,48 milljónir, en Skagabyggð fylgdi þar fast á eftir með 6,52 milljónir. Í Dalabyggð voru tekjur að meðaltali 6,9 milljónir árið 2023. Heildartekjur í Reykjavík voru að meðaltali 9,13 milljónir árið 2023, rétt undir meðaltalinu á landsvísu. Mestar tekjur hjá 50 til 54 ára Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur. Til atvinnutekna teljast allar launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur. Atvinnutekjur eru stærsti hluti heildartekna hjá flestum aldurshópum, en flokkurinn „aðrar tekjur“ vega mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri. Til annarra tekna teljast meðal annars atvinnuleysisbætur, félagsleg aðstoð og lífeyris- og bótagreiðslur. Sjá nánar hjá Hagstofunni.
Fjármál heimilisins Vestmannaeyjar Tekjur Tjörneshreppur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira