Lárus skuli fyrst taka til í „eigin veðmálastarfsemi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 10:39 Lögmennirnir Sigurður G. Guðjónsson og Lárus Blöndal eru ekki á sama máli um starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja. vísir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður veðmálafyrirtækisins Betsson skýtur föstum skotum á Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Lárus Blöndal formann sambandsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir Lárus þurfa að taka til í eigin veðmálastarfsemi áður en hann fari að tala fyrir því að banna erendar veðmálasíður. Greinin er innlegg í umræðu síðustu vikna um aukin umsvif erlendra veðmálasíðna hér á landi, ásamt aukinni þáttöku landsmanna í þess konar fjárhættuspilum. Lárus hafði áður lýst þeirri skoðun sinni að brýnt væri að stjórnvöld bregðist við þessum auknu umsvifum erlendra veðmálasíðna. Ólíðandi sé að þær fái að „troða sér inn í íslenskt samfélag“. Einungis megi reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Háar fjárhæðir til að höfða til barna Sigurður tekur undir með Lárusi að ótækt sé að veðmálafyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum, líkt og fordæmi virðast vera fyrir. „Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni,“ segir Sigurður G. „Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum.“ Lengjan taki þannig virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beini efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna, þar á meðal börnum. Sigurður kallar auk þess eftir upplýsingum um það hversu miklum fjáhæðum sé eytt í auglýsingar Íslenskra getrauna, auk upplýsingum um laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Ekki öll fyrirtæki tekið skref Sigurður vill meina að veðmálafyrirtækið sem hann starfar fyrir, Betsson.com, hafi vandað mjög til verka. Lúti ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og sjái til þess að einstaklingar undir átján ára aldri geti ekki veðjað á þeirra síðu. Sigurður vill því beina því til fjölmiðla og fólks að gera greinarmun á þeim fyrirtækjum „sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel“. „Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.“ Fjárhættuspil Fíkn Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Greinin er innlegg í umræðu síðustu vikna um aukin umsvif erlendra veðmálasíðna hér á landi, ásamt aukinni þáttöku landsmanna í þess konar fjárhættuspilum. Lárus hafði áður lýst þeirri skoðun sinni að brýnt væri að stjórnvöld bregðist við þessum auknu umsvifum erlendra veðmálasíðna. Ólíðandi sé að þær fái að „troða sér inn í íslenskt samfélag“. Einungis megi reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Háar fjárhæðir til að höfða til barna Sigurður tekur undir með Lárusi að ótækt sé að veðmálafyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum, líkt og fordæmi virðast vera fyrir. „Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni,“ segir Sigurður G. „Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum.“ Lengjan taki þannig virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beini efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna, þar á meðal börnum. Sigurður kallar auk þess eftir upplýsingum um það hversu miklum fjáhæðum sé eytt í auglýsingar Íslenskra getrauna, auk upplýsingum um laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Ekki öll fyrirtæki tekið skref Sigurður vill meina að veðmálafyrirtækið sem hann starfar fyrir, Betsson.com, hafi vandað mjög til verka. Lúti ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og sjái til þess að einstaklingar undir átján ára aldri geti ekki veðjað á þeirra síðu. Sigurður vill því beina því til fjölmiðla og fólks að gera greinarmun á þeim fyrirtækjum „sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel“. „Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.“
Fjárhættuspil Fíkn Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira