Innlent

Á­kærður vegna andlátsins í Naustahverfi

Árni Sæberg skrifar
Frá Kjarnagötu á Akureyri.
Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir

Karlmaður á sjötugsaldi hefur verið ákærður í tengslum við andlát eiginkonu hans að heimili þeirra að Kjarnagötu á Akureyri í apríl. Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega.

Þetta staðfestir Dagmar Ösp Héðinsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Dagmar segir að ekki liggi fyrir hvenær málið verður þingfest. Telja verður líklegt að málið verið tekið fyrir að lokinni sumarlokun dómstólanna en farið verður fram á að hann verði úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi. Gæsluvarðhald yfir manninum, sem varað hefur frá handtöku þann 22. apríl, rennur að óbreyttu út í dag.

Að sögn Dagmarar Aspar hefur sú krafa ekki verið tekin fyrir og því ekki unnt að greina frá efni ákærunnar. Þá segir hún ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort þinghald í málinu verið opið eða lokað.

Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu. Lögregla var kölluð að húsinu klukkan hálffimm að morgni mánudags 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.


Tengdar fréttir

Grunaður um að valda konunni áverkum sem leiddu hana til dauða

Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti í dag kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×