Sniglarnir taka ekki þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:00 Mynd úr safni. Sniglar mótmæla vegna banaslyss á Kjalarnesi árið 2020. Vísir/Vilhelm Formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar. Hún segir að Sniglarnir muni ekki taka þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld og að það sé ekki stefna félagsins að krefjast breytinga með reiði. Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“ Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“
Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira