Sverrir var keyptur af Midtjylland síðasta sumar á 30 milljónir danskra króna frá PAOK í Grikklandi og gerði fimm ára samning. Hann átti frábært fyrsta tímabil og var lykilmaður hjá liðinu sem varð danskur meistari í vor.
Samkvæmt gríska fjölmiðlinum Sport24 ferðaðist Sverrir til Aþenu í gær til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir þriggja ára samning við Panathinaikos. Midtyjlland er sagt fá 22 milljónir danskra króna fyrir.
Tipsbladet greinir frá því að hann sé þegar búinn að kveðja liðsfélaga sína og byrjaður að pakka í töskur fyrir flutninginn.
Sverrir er þrítugur miðvörður, líkt og Hörður Björgvin Magnússon sem hefur verið leikmaður Panathinaikos síðan 2022.