Veður

Minnkandi líkur á 20 stiga hita

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hlýtt er í veðri í dag en skýjað yfir mestöllu landinu.
Hlýtt er í veðri í dag en skýjað yfir mestöllu landinu. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir rólegheitaveður og hlýju á öllu landinu í dag, einkum á Norðurlandi en þokubakki er á sveimi úti við norður- og austurströndina og því mun svalara þar.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um daginn í dag en þar segir einnig að minnkandi líkur séu á að hitinn nái að rjúfa tuttugu stiga múrinn næstu daga. Takist honum það væri það helst í innsveitum fyrir norðan.

Í dag er austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, en þokuloft úti við norður- og austurströndina. Norðlægari og þokuloft eða súld austantil í kvöld. Víða dálítið væta í nótt og á morgun en þurrt að kalla norðvestantil. Hiti er á bilinu 8 til 24 stig, hlýjast í innsveitum fyrir norðan en svalast í þokuloftinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Norðaustan 8-13 m/s norðurströndina, annars hægari austlæg átt. Súld eða rigning með köflum, einkum suðaustantil, en úrkomulítið norðvestanlands til kvölds. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á fimmtudag:

Austan og norðaustan 5-10 m/s og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á föstudag:

Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og væta með köflum. Hiti 8 til 17 stig, svalast með norður- og austurströndinni.

Á laugardag:

Norðaustanátt og þykknar upp, en fer að rigna austantil um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, mildast suðvestantil.

Á sunnudag og mánudag:

Norðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið suðvestantil. Áfram milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×