Íslenski boltinn

Sjáðu hvernig Fylkir skellti ÍA og FH vann HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fylkismenn unnu öruggan sigur á Skagamönnum í Árbænum.
Fylkismenn unnu öruggan sigur á Skagamönnum í Árbænum. vísir/diego

Fylkir lyfti sér af botni Bestu deildar karla með 3-0 sigri á ÍA í gær og FH komst upp í 4. sætið með því að vinna HK, 3-1.

Skagamenn mættu í Árbæinn eftir að hafa rústað HK-ingum, 8-0, í leiknum í undan. Fylkismenn skelltu þeim hins vegar rækilega niður á jörðina og unnu 3-0 sigur.

Ómar Björn Sverrisson, Orri Sveinn Segatta og Aron Snær Guðbjörnsson skoruðu mörk Fylkis sem er núna í 11. sæti deildarinnar. ÍA er í 5. sætinu.

Klippa: Fylkir 3-0 ÍA

FH vann sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum þegar liðið lagði HK að velli, 3-1, í Kaplakrika.

Ísak Óli Ólafsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Sigurður Bjartur Hallsson skoruðu mörk heimamanna en Birnir Breki Burknason mörk gestanna sem eru í 10. sæti deildarinnar.

Klippa: FH 3-1 HK

Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Ómar: Þetta var sigur liðsheildarinnar

Ómar Björn Stefánsson kom Fylkismönnum á bragðið í dag þegar hann skoraði fyrsta af þremur mörkum Fylkis í sigri Árbæinga á Skagamönnum í blíðunni. Leikurinn endaði 3-0 og Fylkismenn lyfta sér upp af botni deildarinnar.

Ómar Ingi: Það er í skoðun að styrkja liðið

Taphrina HK heldur áfram. HK-ingar fóru í Hafnarfjörðinn og töpuðu 3-1 gegn FH. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir leik og sagði að hann myndi reyna að styrkja liðið í félagaskiptaglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×