Fótbolti

Kristall Máni fram­lengir í Dan­mörku

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristall Máni Ingason hefur skrifað undir nýjan samning við SønderjyskE.
Kristall Máni Ingason hefur skrifað undir nýjan samning við SønderjyskE. SønderjyskE

Knattspyrnumaðurinn Kristall Máni Ingason hefur skrifað undir nýjan samning við danska úrvalsdeildarfélagið SønderjyskE.

SønderjyskE greinir frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en nýr samningur Kristals við félagið gildir fram á sumarið 2027.

Kristall Máni var keyptur til SønderjyskE síðasta sumar og hjálpaði liðinu að komast upp úr dönsku B-deildinni. Á sínu fyrsta tímabili með liðinu skoraði hann átta mörk og lagði upp önnur níu.

„Þetta fyrsta ár með Kristal Ingason innanborðs hefur farið nákvæmlega eins og við vonuðum og bjuggumst við,“ segir Casper Daather, yfirmaður íþróttamála hjá SønderjyskE, á heimasíðu félagsins.

„Eftir að hafa verið hjá FCK og Rosenborg var hann í leit að spiltíma, sem hann hefur fengið hjá okkur.“

„Hann hefur byrjað meirihluta leikjana og það hefur hjálpað til við að þróa hans leik. Við búumst við því að hann muni taka ný og stór skref á komandi árum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×