Fasískir tilburðir í fagnaðarlátum spænska landsliðsins í Madríd Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 13:45 Alvaro Morata fagnaði með látum í Madríd í gær. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Rodri og Alvara Morata leiddu níðsöngva um sjálfstjórnarríkið sunnan Spánar, Gíbraltar, þegar spænska landsliðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum í höfuðborginni Madríd í gær. Forsætisráðherra Gíbraltar segir svívirðilegt að blanda fótboltafögnuði saman við fasistapólitík. Gíbraltar er sjálfsstjórnarríki innan breska konungsríkisins, rétt sunnan Spánar og var áður innan landamæra spænska ríkisins en hefur verið hluti af Bretlandi síðan 1703. Spánn hefur lengi viljað endurheimta Gíbraltar og gert fjölda tilrauna til. Íbúar Gíbraltar hafa tvisvar gengið til atkvæðagreiðslu og hafnað því að verða hluti af Spáni. Viðræður voru milli Spánar og Bretlands um sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar en íbúar greiddu einnig atkvæði gegn því og Bretland ákvað að stöðva viðræður í kjölfarið. Ríkisstjórn Gíbraltar hefur fundað með ríkisstjórn Spánar um önnur mál en lýst því yfir að allar hugmyndir um að verða hluti af spænska konungsríkinu séu algjörlega úr myndinni. Eðlilega var það því umdeild ákvörðun að syngja lag sem segir „Gíbraltar er Spánn“ og var samið þegar Spánn var undir stjórn einræðisherrans Francisco Franco. Myndskeið af söngnum má sjá hér fyrir neðan. Besti leikmaður EM, Rodri, hóf sönginn og fyrirliðinn Alvaro Morata fylgdi honum síðan eftir. rodri cantando "GIBRALTAR ES ESPAÑOL" cuando él juega en inglaterra por favor a este lo deportan #EuroRTVE pic.twitter.com/0T11FdOJCw— bambino 🇪🇸 (@_bambinx_) July 15, 2024 When 2 Madrid-born players urge the crowd to sing political statement “Gibraltar is Spanish” this isn’t football, celebration or the signs of a New Spain. As role-models it sends a clear message to young people that old Franco-style views that ignore our rights as a 🇬🇮people are… https://t.co/CNXJj7cu8n pic.twitter.com/dyEYMmsiQB— Keith Azopardi (@keith_azopardi) July 16, 2024 UEFA barst kvörtun vegna málsins frá gíbralska knattspyrnusambandinu þar sem sagði að leikmenn Spánar hefðu leitt „níðsöngva gerða til þess að ögra og vanvirða“. Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, tjáði sig um málið á Twitter (X). Þar segir hann svívirðilegt að blanda saman fótboltafögnuði og fasistalegum tilburðum sem þekktust undir stjórn einvaldsins Franco. Málinu verði fylgt eftir og ríkisstjórnin muni veita knattspyrnusambandinu fullan stuðning. „Steinninn [Gíbraltarhöfði] er OKKAR!“ skrifaði hann að lokum. Mixing a sporting victory and the chant that glorifies the dictatorial politics of a mass murderer like Franco and his fascist regime's attempt to usurp a neighbouring territory, that is also a UEFA nation, is worse than disgusting. It sullies the sport of football and the win… pic.twitter.com/xrnFCqWZ26— Fabian Picardo (@FabianPicardo) July 16, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Glódís Perla besti miðvörður í heimi Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Sjá meira
Gíbraltar er sjálfsstjórnarríki innan breska konungsríkisins, rétt sunnan Spánar og var áður innan landamæra spænska ríkisins en hefur verið hluti af Bretlandi síðan 1703. Spánn hefur lengi viljað endurheimta Gíbraltar og gert fjölda tilrauna til. Íbúar Gíbraltar hafa tvisvar gengið til atkvæðagreiðslu og hafnað því að verða hluti af Spáni. Viðræður voru milli Spánar og Bretlands um sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar en íbúar greiddu einnig atkvæði gegn því og Bretland ákvað að stöðva viðræður í kjölfarið. Ríkisstjórn Gíbraltar hefur fundað með ríkisstjórn Spánar um önnur mál en lýst því yfir að allar hugmyndir um að verða hluti af spænska konungsríkinu séu algjörlega úr myndinni. Eðlilega var það því umdeild ákvörðun að syngja lag sem segir „Gíbraltar er Spánn“ og var samið þegar Spánn var undir stjórn einræðisherrans Francisco Franco. Myndskeið af söngnum má sjá hér fyrir neðan. Besti leikmaður EM, Rodri, hóf sönginn og fyrirliðinn Alvaro Morata fylgdi honum síðan eftir. rodri cantando "GIBRALTAR ES ESPAÑOL" cuando él juega en inglaterra por favor a este lo deportan #EuroRTVE pic.twitter.com/0T11FdOJCw— bambino 🇪🇸 (@_bambinx_) July 15, 2024 When 2 Madrid-born players urge the crowd to sing political statement “Gibraltar is Spanish” this isn’t football, celebration or the signs of a New Spain. As role-models it sends a clear message to young people that old Franco-style views that ignore our rights as a 🇬🇮people are… https://t.co/CNXJj7cu8n pic.twitter.com/dyEYMmsiQB— Keith Azopardi (@keith_azopardi) July 16, 2024 UEFA barst kvörtun vegna málsins frá gíbralska knattspyrnusambandinu þar sem sagði að leikmenn Spánar hefðu leitt „níðsöngva gerða til þess að ögra og vanvirða“. Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, tjáði sig um málið á Twitter (X). Þar segir hann svívirðilegt að blanda saman fótboltafögnuði og fasistalegum tilburðum sem þekktust undir stjórn einvaldsins Franco. Málinu verði fylgt eftir og ríkisstjórnin muni veita knattspyrnusambandinu fullan stuðning. „Steinninn [Gíbraltarhöfði] er OKKAR!“ skrifaði hann að lokum. Mixing a sporting victory and the chant that glorifies the dictatorial politics of a mass murderer like Franco and his fascist regime's attempt to usurp a neighbouring territory, that is also a UEFA nation, is worse than disgusting. It sullies the sport of football and the win… pic.twitter.com/xrnFCqWZ26— Fabian Picardo (@FabianPicardo) July 16, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Glódís Perla besti miðvörður í heimi Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti