„Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 21:31 Gunnar Úlfarsson er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Mynd/aðsend Aðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði hafa verið of kostnaðarsamar og hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þetta segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sem telur íhlutun hins opinbera fela í sér ríkisvæðingu á húsnæðismarkaði. Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fréttir af því að stór hluti nýrra íbúða á markaði hafi verið keyptar af fjárfestum hafa vakið þónokkuð umtal. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ætlar að þetta skýrist meðal annars af aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða auk uppkaupa Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þó hefur verið bent á, að teknu tilliti til þessa, að hlutfallslega séu fleiri fjárfestar að kaupa nýtt húsnæði á markaði í hagnaðarskini samanborið við einstaklinga sem kaupa húsnæði til eigin nota. „Í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að markaður sem er í eðli sínu fjárfestingadrifinn og hann er fjármagnsfrekur, það er dýrt að fjármagna nýjar framkvæmdir, að fjárfestar leiti inn á þennan markað. Það þykir manni ekki óeðlilegt,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Enn er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og vísbendingar um að húsnæðisverð kunni að halda áfram að hækka. Gunnar telur að stöðuna sem uppi er á fasteignamarkaði megi meðal annars rekja til inngripa hins opinbera sem hafi fyrst og fremst beinst að eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Segir inngrip hins opinbera ekki til bóta „Stjórnvöld eru að reyna að styðja við greiðslugetu einstaklinga til að auðvelda fólki að kaupa húsnæði. En sú ráðstöfun hefur raunverulega séð slæmar og ófyrirséðar, í fyrstu virðist vera, afleiðingar. Vegna þess að þegar framboðshliðin er tregbreytileg, það er að segja það gengur illa að fá lóðir undir nýjar íbúðir, byggingaregluverkið er til dæmis þunglamalegt, fjármagnskostnaður hár eins og hann er sérstaklega í augnablikinu, þá spila þessar eftirspurnaraðgerðir illa saman við markaðinn og þá leiða inngrip stjórnvalda eiginlega einungis til hækkunar á fasteignaverði en ekki aukins framboðs á nýjum fasteignum. Einna helst vegna þess að stjórnvöld halda einnig framboðshliðinni í gíslingu,“ segir Gunnar. Hann gagnrýnir langvarandi inngrip stjórnvalda á húsnæðismarkaði og nefnir í því samhengi til dæmis aðgerðir á borð við greiðslu vaxtabóta, húsaleigubætur, niðurgreiðslu á vöxtum íbúðalána í gegnum Íbúðalánasjóð, hlutdeildarlán og stofnframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði. „Undanfarin tuttugu ár þá hafa stjórnvöld dælt 900 milljörðum á verðlagi dagsins í dag inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Gunnar. „Úrræðin hafa verið fjölmörg og nú síðast sérstaki vaxtastuðningurinn. Ef við skoðum bara hverju hafa þessar aðgerðir skilað? Þær hafa skilað hærra fasteignaverði, þær í eðli sínu liðka ekki fyrir uppbyggingu á nýjum fasteignum og það er slæmt,“ segir Gunnar. „Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira