Fjölskyldan var á bar á aðalgötu Heraklíon þegar fjórir grískir menn réðust á hana og særðu illa. Fjölskyldan hlaut högg á höfuð og líkama.
Móðirin íslenska og synir hennar tveir voru útskrifuð af spítala eftir aðhlynningu en maðurinn kanadíski sem er 49 ára gamall er enn á Venizeliosjúkrahúsinu í Heraklíon, stærstu borg Krítar.
Gríski miðillinn Patris greinir frá þessu. Samkvæmt umfjöllun hans vinnur lögreglan að því að finna árásarmennina og er á góðri leið með að komast að því hverjir þeir eru.
Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.