Samfélagið þurfi á börnum að halda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:31 Sunna Símonardóttir aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum. Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira
Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum.
Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira