Jakob Gunnar raðað inn mörkum í 2. deildinni í sumar en alls hefur framherjinn skorað 11 mörk í 12 leikjum. Hann var með eftirsóttari leikmönnum landsins en hefur nú ákveðið að semja við KR. Félagið tilkynnti vistaskiptin í dag.
Jakob Gunnar hefur spilað 34 leiki fyrir Völsung í 2. deild og Mjólkurbikarnum. Í leikjunum hefur hann skorað samtals 13 mörk.