Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 11:10 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. Þorgerður Katrín gerir aðild að Evrópusambandinu að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Þar rekur hún söguna af því þegar Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu fyrir fimmtán árum. Hún segir að samstarfsmenn hans í ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum. „Ég rifja þetta upp nú því það blasir við flestum að við höfum ekki nýtt tímann vel.“ Hún segir aðild að Evrópusambandinu ekki sjálfstætt afmarkað markmið. Hún sé á hinn bóginn verkfæri, sem auðveldi þjóðinni að ná markmiðum á fjölmörgum sviðum og hjálpi til við að leysa vanda heimila og fyrirtækja. „Svo ekki sé minnst á mikilvægi sterkrar og samhentrar Evrópu þegar frelsi, lýðræði og mannréttindi eiga undir högg að sækja í harðnandi heimi. En líka þegar kemur að hinu stóra samhengi að styrkja þjóðaröryggi landsins.“ Heimilin væru ekki í klóm ofuvaxta Þorgerður Katrín segir að hefði viðræðum um inngöngu í ESB verið lokið á sínum tíma væru skuldug heimili ekki í þeirri kreppu ofurvaxta, sem heyrist daglega af. Kreppu sem sé að keyra venjuleg heimili fjölskyldufólks í kaf en sé reglubundin birtingarmynd pólitískra ákvarðana. „Stjórnarflokkarnir hefðu heldur ekki þurft að kasta ryki í augu bænda með því að banna samkeppni, svo nýleg og sjúskuð dæmi frá ríkisstjórnarheimilinu séu nefnd. Allt vegna þess að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að taka á raunverulegum vanda bænda og leysa þá úr spennitreyju vaxtaokurs og yfirgengilegs fjármagnskostnaðar. Og þannig mætti lengi telja.“ Enginn þurfi að óttast tvöfalda atkvæðagreiðslu Þorgerður Katrín segir flesta þeirra skoðunar að ekki væri ráðlegt að beita verkfærinu sem hún nefnir í almannaþágu, sem felist í fullri aðild að Evrópusambandinu, nema kjósendur ákveði það sjálfir í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Því er Viðreisn sammála og vill að þjóðin fái tækifæri til að ákveða næsta skref í þessu mikilvæga máli. Ef þjóðin segir já verði endanlega niðurstaða samningaviðræðna síðan borin undir þjóðina. Við slíka tvöfalda atkvæðagreiðslu á enginn að vera hræddur.“ Þorgerður Katrín segir að nýleg skoðanakönnun sýni að það sé vilji tveggja þriðju hluta þjóðarinnar að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hlutfall þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðsluna er nær helmingi, þegar þeir sem taka ekki afstöðu eru teknir með í reikninginn. Tíminn nýtist betur liggi vilji þjóðarinnar fyrir Þorgerður Katrín segir að nú reyni á að pólitíkin nýti tíma sinn vel. Næstu ríkisstjórnar bíði mikið starf við viðreisn ríkisfjármála og velferðarmála. Til þess að tími nýrrar ríkisstjórnar nýtist sem best væri afar æskilegt að hún vissi frá fyrsta degi hvort þjóðin vilji að hún beiti þessu verkfæri. Verkfæri sem geti auðveldað okkur að ná svo mörgum markmiðum sem verða á dagskrá kosninganna. Þar nefnir hún markmið um að ná niður tugi milljarða vaxtakostnaði ríkisins sem betur færu í velferð, menntun, inniviði eða niðurgreiðslu skulda. „Með þetta í huga er það mín skoðun að þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna eigi að fara fram fyrir næstu kosningar. Alla vega ekki síðar en samhliða þeim.“ Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þorgerður Katrín gerir aðild að Evrópusambandinu að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Þar rekur hún söguna af því þegar Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu fyrir fimmtán árum. Hún segir að samstarfsmenn hans í ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum. „Ég rifja þetta upp nú því það blasir við flestum að við höfum ekki nýtt tímann vel.“ Hún segir aðild að Evrópusambandinu ekki sjálfstætt afmarkað markmið. Hún sé á hinn bóginn verkfæri, sem auðveldi þjóðinni að ná markmiðum á fjölmörgum sviðum og hjálpi til við að leysa vanda heimila og fyrirtækja. „Svo ekki sé minnst á mikilvægi sterkrar og samhentrar Evrópu þegar frelsi, lýðræði og mannréttindi eiga undir högg að sækja í harðnandi heimi. En líka þegar kemur að hinu stóra samhengi að styrkja þjóðaröryggi landsins.“ Heimilin væru ekki í klóm ofuvaxta Þorgerður Katrín segir að hefði viðræðum um inngöngu í ESB verið lokið á sínum tíma væru skuldug heimili ekki í þeirri kreppu ofurvaxta, sem heyrist daglega af. Kreppu sem sé að keyra venjuleg heimili fjölskyldufólks í kaf en sé reglubundin birtingarmynd pólitískra ákvarðana. „Stjórnarflokkarnir hefðu heldur ekki þurft að kasta ryki í augu bænda með því að banna samkeppni, svo nýleg og sjúskuð dæmi frá ríkisstjórnarheimilinu séu nefnd. Allt vegna þess að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að taka á raunverulegum vanda bænda og leysa þá úr spennitreyju vaxtaokurs og yfirgengilegs fjármagnskostnaðar. Og þannig mætti lengi telja.“ Enginn þurfi að óttast tvöfalda atkvæðagreiðslu Þorgerður Katrín segir flesta þeirra skoðunar að ekki væri ráðlegt að beita verkfærinu sem hún nefnir í almannaþágu, sem felist í fullri aðild að Evrópusambandinu, nema kjósendur ákveði það sjálfir í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Því er Viðreisn sammála og vill að þjóðin fái tækifæri til að ákveða næsta skref í þessu mikilvæga máli. Ef þjóðin segir já verði endanlega niðurstaða samningaviðræðna síðan borin undir þjóðina. Við slíka tvöfalda atkvæðagreiðslu á enginn að vera hræddur.“ Þorgerður Katrín segir að nýleg skoðanakönnun sýni að það sé vilji tveggja þriðju hluta þjóðarinnar að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hlutfall þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðsluna er nær helmingi, þegar þeir sem taka ekki afstöðu eru teknir með í reikninginn. Tíminn nýtist betur liggi vilji þjóðarinnar fyrir Þorgerður Katrín segir að nú reyni á að pólitíkin nýti tíma sinn vel. Næstu ríkisstjórnar bíði mikið starf við viðreisn ríkisfjármála og velferðarmála. Til þess að tími nýrrar ríkisstjórnar nýtist sem best væri afar æskilegt að hún vissi frá fyrsta degi hvort þjóðin vilji að hún beiti þessu verkfæri. Verkfæri sem geti auðveldað okkur að ná svo mörgum markmiðum sem verða á dagskrá kosninganna. Þar nefnir hún markmið um að ná niður tugi milljarða vaxtakostnaði ríkisins sem betur færu í velferð, menntun, inniviði eða niðurgreiðslu skulda. „Með þetta í huga er það mín skoðun að þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna eigi að fara fram fyrir næstu kosningar. Alla vega ekki síðar en samhliða þeim.“
Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent