Veiðimenn með ný heimilsföng valda vandræðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2024 11:39 Talsvert færri komast að en vilja þegar kemur að úthlutun hreindýrakvóta. Í ár var 800 dýrum úthlutað en alls bárust tæplega 3.200 umsóknir. Síðast komust allir að sem vildu árið 2015, þegar 1.333 dýrum var úthlutað til jafnmargra veiðimanna. Vísir/Vilhelm Hreindýraveiðitímabilið er hafið, en minni kvóti hefur ekki verið gefinn út í meira en 20 ár. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hvetur veiðimenn til að fresta ekki veiðiferðum langt fram á haustið. Hann hefur fengið þónokkur veiðileyfi endursend vegna búferlaflutninga veiðimanna. Tímabilið hófst á mánudag en í vor var gefinn út kvóti upp á 800 dýr, 403 tarfa og 397 kýr. Í heildina bárust 3.195 gildar umsóknir um að fá að skjóta dýr á tímabilinu. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hjá Umhverfisstofnun segir tímabilið, venju samkvæmt, fara rólega af stað. Aðeins er heimilt að veiða hreindýrstarfa til 1. ágúst, en eftir það verður einnig heimilt að veiða kýr. Og hvað eru menn búnir að fella mörg dýr á þessari fyrstu tæpu viku? „Ég held að það séu 18 dýr,“ segir Jóhann G. Gunnarsson hjá Umhverfisstofnun. Veiðimenn sýni fyrirhyggju Leita þarf aftur til ársins 2005 til að finna jafn lítinn útgefinn hreindýrakvóta, sem þá taldi einnig 800 dýr. Þá voru umsóknir þó rúmlega 2.000 færri en í ár. Kvótinn hefur farið lækkandi frá árinu 2019, en þá var hann 1.451 dýr. Af hverju skýrist það? „Færri dýr í stofninum. Ég er svo sem ekki vöktunaraðilinn en Náttúrustofa Austurlands gefur út tillögur að veiðikvóta og það var niðurstaðan að það væru færri dýr sem væru að finnast, og þá verður náttúrulega að passa að hafa kvótann ekki of háan.“ Minni kvóti dreifi álaginu, sem sé dýrum og veiðimönnum til góða. „Það ætti að vera minna um að menn lendi í einhverri biðraðastemningu við það að skjóta sitt dýr. En samt skulu menn hafa það í huga að það er gott að vera ekki að geyma þetta langt fram á tímabilið, því það verður eitthvað að nýta bjarta daga og oft betra veður á fyrri hluta tímans.“ Ný heimilisföng valda vandræðum Jóhann ráðleggur veiðmönnum einnig að geyma ekki að finna sér leiðsögumann og skipuleggja ferðir sínar vel. „Einn og einn er kannski ekki einu sinni búinn að fá veiðileyfið sitt enn þá sent. Ég er búinn að senda allt sem ég hef getað sent, en það virðist vera töluvert um að menn hafi skipt um heimilisfang og pósturinn finnur þá ekki. Þá koma leyfin til baka til mín. Þannig að ég bið menn að athuga, áður en þeir fara að skipuleggja að fara af stað, hvort leyfið sé ekki komið,“ segir hann. Þá einhver brögð að því að veiðimenn eigi eftir að endurnýja veiðikort sín sem runnu út í apríl, þá fái þeir ekki sent veiðileyfi. Það sé að mörgu að huga. „Menn mega ekki hugsa þetta bara síðustu dagana. Þetta er allt saman skipulagning.“ Aragrúi nýrra leiðsögumanna Í vetur var haldið námskeið fyrir nýja leiðsögumenn. „Það eru 32 sem eru á þessum veiðitíma að fara í lærdómsferðir með reyndum leiðsögumönnum. Þegar þeir hafa lokið við tvær ferðir á viðkomandi svæði geta nýir leiðsögumenn fengið réttindin útgefin. Kannski komast einhverjir þeirra með kúnna í haust.“ Jóhann segir nokkuð langt síðan bætt var í leiðsögumannahópinn. „Þessir nýju menn eru spenntir að hefja störf,“ segir Jóhann og bætir við að þar sem kvótinn sé minni en áður og leiðsögumönnum að fjölga ætti veiðimönnum að vera í lófa lagið að verða sér úti um slíkan. Skotveiði Múlaþing Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Tímabilið hófst á mánudag en í vor var gefinn út kvóti upp á 800 dýr, 403 tarfa og 397 kýr. Í heildina bárust 3.195 gildar umsóknir um að fá að skjóta dýr á tímabilinu. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hjá Umhverfisstofnun segir tímabilið, venju samkvæmt, fara rólega af stað. Aðeins er heimilt að veiða hreindýrstarfa til 1. ágúst, en eftir það verður einnig heimilt að veiða kýr. Og hvað eru menn búnir að fella mörg dýr á þessari fyrstu tæpu viku? „Ég held að það séu 18 dýr,“ segir Jóhann G. Gunnarsson hjá Umhverfisstofnun. Veiðimenn sýni fyrirhyggju Leita þarf aftur til ársins 2005 til að finna jafn lítinn útgefinn hreindýrakvóta, sem þá taldi einnig 800 dýr. Þá voru umsóknir þó rúmlega 2.000 færri en í ár. Kvótinn hefur farið lækkandi frá árinu 2019, en þá var hann 1.451 dýr. Af hverju skýrist það? „Færri dýr í stofninum. Ég er svo sem ekki vöktunaraðilinn en Náttúrustofa Austurlands gefur út tillögur að veiðikvóta og það var niðurstaðan að það væru færri dýr sem væru að finnast, og þá verður náttúrulega að passa að hafa kvótann ekki of háan.“ Minni kvóti dreifi álaginu, sem sé dýrum og veiðimönnum til góða. „Það ætti að vera minna um að menn lendi í einhverri biðraðastemningu við það að skjóta sitt dýr. En samt skulu menn hafa það í huga að það er gott að vera ekki að geyma þetta langt fram á tímabilið, því það verður eitthvað að nýta bjarta daga og oft betra veður á fyrri hluta tímans.“ Ný heimilisföng valda vandræðum Jóhann ráðleggur veiðmönnum einnig að geyma ekki að finna sér leiðsögumann og skipuleggja ferðir sínar vel. „Einn og einn er kannski ekki einu sinni búinn að fá veiðileyfið sitt enn þá sent. Ég er búinn að senda allt sem ég hef getað sent, en það virðist vera töluvert um að menn hafi skipt um heimilisfang og pósturinn finnur þá ekki. Þá koma leyfin til baka til mín. Þannig að ég bið menn að athuga, áður en þeir fara að skipuleggja að fara af stað, hvort leyfið sé ekki komið,“ segir hann. Þá einhver brögð að því að veiðimenn eigi eftir að endurnýja veiðikort sín sem runnu út í apríl, þá fái þeir ekki sent veiðileyfi. Það sé að mörgu að huga. „Menn mega ekki hugsa þetta bara síðustu dagana. Þetta er allt saman skipulagning.“ Aragrúi nýrra leiðsögumanna Í vetur var haldið námskeið fyrir nýja leiðsögumenn. „Það eru 32 sem eru á þessum veiðitíma að fara í lærdómsferðir með reyndum leiðsögumönnum. Þegar þeir hafa lokið við tvær ferðir á viðkomandi svæði geta nýir leiðsögumenn fengið réttindin útgefin. Kannski komast einhverjir þeirra með kúnna í haust.“ Jóhann segir nokkuð langt síðan bætt var í leiðsögumannahópinn. „Þessir nýju menn eru spenntir að hefja störf,“ segir Jóhann og bætir við að þar sem kvótinn sé minni en áður og leiðsögumönnum að fjölga ætti veiðimönnum að vera í lófa lagið að verða sér úti um slíkan.
Skotveiði Múlaþing Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira