„Við erum ekki eitthvað hyski“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 21:02 Vilberg Guðmundsson, ellilífeyrisþegi og íbúi á Sævarhöfða, og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, formaður Samtaka hjólabúa. Vísir/Stefán Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg. Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg.
Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira