Fótbolti

Evrópu­meistarinn Morata frá Madríd til Mílanó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur til Mílanó.
Mættur til Mílanó. Diego Radames/Getty Images

Ítalska stórveldið AC Milan hefur staðfest komu framherjans Álvaro Morata. Hann bar fyrirliðabandið þegar Spánn varð Evrópumeistari á dögunum.

Hinn 31 árs gamli Morata kostar AC Milan aðeins 11 milljónir punda eða tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Hann skrifar undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. AC Milan var í leit að framherja eftir að gamla brýnið Oliver Giroud yfirgaf Mílanó.

Morata hefur hóf atvinnumannaferil sinn hjá Real Madríd en hefur einnig spilað fyrir Atlético Madríd, Juventus og Chelsea.

Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í tvígang, í bæði skiptin með Real Madríd. Þá hefur hann orðið Ítalíumeistari tvívegis, í bæði skiptin með Juventus. Einnig stóð hann uppi sem enskur bikarmeistari þegar hann spilaði með Chelsea.

Einnig hefur Morata skorað 36 mörk í 80 A-landsleikjum fyrir Spán.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×