Martin seldi Doucoure að Tindastóll væri liðið fyrir hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2024 22:31 Sadio Doucouré í leik með US Monastir. Nacer Talel/NBAE via Getty Images Tindastóll hefur samið við franska leikmanninn Sadio Doucouré fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta. Hann spurði Martin Hermannsson ráða þegar Tindastóll bankaði á dyrnar hjá sér og Martin ráðlagði honum að prófa að spila á Íslandi. „Sadio er mikill íþróttamaður og frábær varnarmaður. Ég hreifst mikið að dugnaði hans á vellinum og þeirri orku sem hann býr yfir. Við viljum tefla fram góðu varnarliði og ætlumst til að allir leikmenn liðsins séu vinnusamir á vellinum og leggi sig fram fyrir Tindastól. Sadio mun klárlega gera það. Þá er hann margrómaður karakter,“ segir Benedikt Guðmundsson, tiltölulega nýráðinn þjálfari Tindastóls. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól. Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta,“ sagði hinn 31 árs gamli Sadio og hélt áfram. „Við fjölskyldan erum spennt að koma til Íslands, okkur hefur lengi langað til að heimsækja landið og við erum spennt að fá tækifæri til að búa þar og spila körfubolta. Ég hlakka til að kynnast liðinu og samfélaginu og leggja mitt af mörkum til að vinna leiki og ná í titla.“ Doucouré spilaði síðast í Túnis og þar áður í Kósovó en frá 2012 til 2023 spilaði hann í Frakklandi. Hann fór í nýliðaval NBA-deildarinnar árið 2014 en var ekki valinn. Síðar í vetur mun hann skipta Túnis út fyrir Ísland og reyna heilla íbúa Sauðárkróks með hæfileikum sínum. Körfubolti Tindastóll Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Sadio er mikill íþróttamaður og frábær varnarmaður. Ég hreifst mikið að dugnaði hans á vellinum og þeirri orku sem hann býr yfir. Við viljum tefla fram góðu varnarliði og ætlumst til að allir leikmenn liðsins séu vinnusamir á vellinum og leggi sig fram fyrir Tindastól. Sadio mun klárlega gera það. Þá er hann margrómaður karakter,“ segir Benedikt Guðmundsson, tiltölulega nýráðinn þjálfari Tindastóls. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól. Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta,“ sagði hinn 31 árs gamli Sadio og hélt áfram. „Við fjölskyldan erum spennt að koma til Íslands, okkur hefur lengi langað til að heimsækja landið og við erum spennt að fá tækifæri til að búa þar og spila körfubolta. Ég hlakka til að kynnast liðinu og samfélaginu og leggja mitt af mörkum til að vinna leiki og ná í titla.“ Doucouré spilaði síðast í Túnis og þar áður í Kósovó en frá 2012 til 2023 spilaði hann í Frakklandi. Hann fór í nýliðaval NBA-deildarinnar árið 2014 en var ekki valinn. Síðar í vetur mun hann skipta Túnis út fyrir Ísland og reyna heilla íbúa Sauðárkróks með hæfileikum sínum.
Körfubolti Tindastóll Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira