Sport

Í­sold bætti aldurs­flokka­metið í sjö­þraut

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birna Jóna, Ísold og Eir Chang.
Birna Jóna, Ísold og Eir Chang. FRÍ

Evrópumót stúlkna átján ára og yngri í frjálsum íþróttum fer nú fram í Banská Bystrica í Slóvakíu. Ísold Sævarsdóttir bætti í dag aldursflokkamet fyrir keppendur á bilinu 16 til 17 ára.

Bætti hún metið í keppni með meyja áhöldum. Hún lauk leik í 5. sæti með 5643 stig. Ísold var ekki eini keppandinn en Birna Jóna Sverrisdóttir úr ÍR keppti í sleggjukasti og Eir Chang Hlésdóttir, einnig úr ÍR, keppti í 400 metra hlaupi.

Birna Jóna kastaði best 56,70 metra og endaði í 11. sæti í sínum kasthópi og 21. sæti í heildina. Eir Chang hljóp á tímanum 56,18 sek. í forkeppninni, komst áfram í undanúrslit þar sem hún hljóp á tímanum 56,75 sek. og hafnaði í 17. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×