Þetta er veðurspá dagsins samkvæmt Veðurstofunni.
„Svipað veður í fyrramálið en þegar líður á morgundaginn nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt og það bætir í úrkomu á Norður- og Austurlandi, 8-15 m/s um kvöldið og samfelld rigning á þeim slóðum og gæti orðið talsverð rigning sums staðar vestan Tröllaskaga og á annesjum nyrðra,“ segir í textaspá dagins.
Á mánudag snúist vindur svo smám saman til suðvestlægrar áttar og það dragi úr vætu fyrir norðan. „Dálitlar skúrir á vestanverðu landinu síðdegis en léttir þá til á Norðaustur- og Austurlandi.“

