Enski boltinn

Sam­þykktu til­boð Arsenal í Calafiori

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Riccardo Calafiori verður væntanlega orðinn leikmaður Arsenal áður en langt um líður.
Riccardo Calafiori verður væntanlega orðinn leikmaður Arsenal áður en langt um líður. getty/Claudio Villa

Bologna hefur samþykkt kauptilboð Arsenal í ítalska landsliðsmanninn Riccardo Calafiori.

Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá þessu í dag. Samkvæmt honum greiðir Arsenal Bologna 45 milljónir evra, eða 38 milljónir punda fyrir Calafiori.

Hinn 22 ára Calafiori sló í gegn með Bologna á síðasta tímabili. Liðið kom verulega á óvart og náði Meistaradeildarsæti.

Calafiori fylgdi því svo eftir með því að spila vel á EM. Hann var einn af fáum ljósum punktum hjá ítalska liðinu sem féll út fyrir Sviss í sextán liða úrslitum.

Calafiori er uppalinn hjá Roma en var lánaður til Genoa og svo seldur til Basel 2022. Ári seinna fór hann svo til Bologna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×