Íslenski boltinn

„Fann aldrei vera neitt stress að við værum að fara vera þarna“

Runólfur Trausti Þórhallsson og Einar Kárason skrifa
Sveinn Margeir fagnar.
Sveinn Margeir fagnar. Vísir/Hulda Margrét

„Geggjað, fínt að rétta aðeins að rétta úr kútnum,“ sagði Sveinn Margeir Hauksson eftir 1-0 sigur KA á Víkingum í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

„Leiðinlegt að fara á þessum tímapunkti en gott að liðið er komið á þennan stað miðað við hvernig þetta byrjaði,“ bætti hann við en Sveinn Margeir var að spila sinn síðasta leik fyrir KA í bili þar sem hann er á leið í nám til Bandaríkjanna.

„Margir orðnir þreyttir, vorum að elta mikið og þeir náðu að halda boltanum allan tímann og þeir sköpuðu fullt af færum en við fengum kannski hættulegri færin svo þetta var bara fínt.“

„Mér fannst gengið í byrjun alveg galið, hef svo mikla trú á hópnum. Fann aldrei vera neitt stress að við værum að fara vera þarna. Mórallinn og svona var alltaf sterkur í gegnum þetta, núna loksins finnst mér við vera að sýna það í frammistöðum á vellinum,“ sagði Sveinn markaskorari að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×