Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 10:41 Fundurinn var sá fyrsti sem Trump hélt ásamt varaforsetaefni sínu eftir banatilræðið. AP/Evan Vucci Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. „Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira