Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 12:20 Donald Trump gengur hér inn á svið stuðningsmannafundar síns í gær. AP/Evan Vucci Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“ Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41
Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29