Innlent

Þjófnaðir í mat­vöru­verslunum og ó­vel­kominn gestur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglu bárust þrjár tilkynningar tengdar matvöruverslunum í gærkvöldi og nótt en í tveimur tilvikum var um að ræða þjófnað. Áttu þeir sér stað í hverfum 105 og 220.

Í þriðja tilfellinu var um að ræða einstakling í annarlegu ástandi sem fór inn á skrifstofurými í matvöruverslun í miðborginni. Var honum vísað þaðan, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot í heimahús í miðborginni og er það mál í rannsókn.

Tveir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en annar ökumaðurinn reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindunum auk þess sem bifreiðin sem hann ók var óskoðuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×