Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 08:16 Barnaverndarsamtök hafa verulegar áhyggjur af því hvernig gervigreind er nú notuð til að framleiða barnaníðsefni. Getty Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. Árið 2023 tilkynnti Apple um samtals 267 möguleg tilvik barnaníðsefnis í heiminum öllum til National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum en gögn sýna að Apple kom við sögu í 337 lögreglumálum á Englandi og Wales á tímabilinu apríl 2022 til mars 2023. Á sama tíma tilkynnti Meta um 30,6 milljón möguleg tilvik og Google um 1,47 milljón tilvik. Bandarísk tæknifyrirtæki verða að tilkynna mögulegt barnaníðsefni til NCMEC en NCMEC fer yfir öll mál sem berast og vísa þeim áfram til viðkomandi löggæsluyfirvalda, alls staðar í heiminum. Þegar Guardian leitaði viðbragða vegna málsins svaraði talsmaður Apple með því að benda á yfirlýsingu frá því í ágúst í fyrra þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði fallið frá því að skanna allar myndir sem hlaðið væri upp í iCloud fyrir barnaníðsefni. Var ákvörðunin tekin með það að leiðarljósi að forgangsraða öryggi og friðhelgi notenda þjónustunnar. Umrætt forrit, neuralMatch, hefði skannað allar myndir sem notendur færðu yfir í iCloud og borið saman við þekktar barnaníðsmyndir. Samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins á netinu andmæltu fyrirætlununum og fallið var frá þeim, sem var harðlega gagnrýnt af samtökum um velferð barna. Barnaverndarsamtök hafa einnig verulegar áhyggjur af áætlunum Apple um að setja á markað nýja gervigreind en vitað er að gervigreind er nú þegar notuð til að framleiða barnaníðsefni og þjálfuð á raunverulegum myndum og myndskeiðum af ofbeldi gegn börnum. Guardian greindi meðal annars frá því í júní síðastliðnum að ofbeldismenn væru að nota gervigreind til að búa til nýtt efni með uppáhalds fórnarlömbum sínum. Apple Tækni Bretland Bandaríkin Gervigreind Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Árið 2023 tilkynnti Apple um samtals 267 möguleg tilvik barnaníðsefnis í heiminum öllum til National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum en gögn sýna að Apple kom við sögu í 337 lögreglumálum á Englandi og Wales á tímabilinu apríl 2022 til mars 2023. Á sama tíma tilkynnti Meta um 30,6 milljón möguleg tilvik og Google um 1,47 milljón tilvik. Bandarísk tæknifyrirtæki verða að tilkynna mögulegt barnaníðsefni til NCMEC en NCMEC fer yfir öll mál sem berast og vísa þeim áfram til viðkomandi löggæsluyfirvalda, alls staðar í heiminum. Þegar Guardian leitaði viðbragða vegna málsins svaraði talsmaður Apple með því að benda á yfirlýsingu frá því í ágúst í fyrra þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði fallið frá því að skanna allar myndir sem hlaðið væri upp í iCloud fyrir barnaníðsefni. Var ákvörðunin tekin með það að leiðarljósi að forgangsraða öryggi og friðhelgi notenda þjónustunnar. Umrætt forrit, neuralMatch, hefði skannað allar myndir sem notendur færðu yfir í iCloud og borið saman við þekktar barnaníðsmyndir. Samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins á netinu andmæltu fyrirætlununum og fallið var frá þeim, sem var harðlega gagnrýnt af samtökum um velferð barna. Barnaverndarsamtök hafa einnig verulegar áhyggjur af áætlunum Apple um að setja á markað nýja gervigreind en vitað er að gervigreind er nú þegar notuð til að framleiða barnaníðsefni og þjálfuð á raunverulegum myndum og myndskeiðum af ofbeldi gegn börnum. Guardian greindi meðal annars frá því í júní síðastliðnum að ofbeldismenn væru að nota gervigreind til að búa til nýtt efni með uppáhalds fórnarlömbum sínum.
Apple Tækni Bretland Bandaríkin Gervigreind Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira