Nýi meistarinn viðurkenndi að hafa tapað fyrir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 15:16 Michael Jordan og Xander Schauffele mættust á dögunum á golfvellinum. Samsett/Getty&EPA Bestu kylfingar heims hafa flestir kynnst því að keppa við Michael Jordan á golfvellinum. Nýjasti meistarinn á sögu af slíku og útkoman var ekki honum í hag. Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele vann Opna breska meistaramótið í golfi í gær og hefur þar með unnið tvo af fjórum risamótum ársins. Schauffele vann PGA-meistaramótið í maí þegar hann lék á 21 höggi undir pari en að þessu sinni dugði honum að leika á níu höggum undir pari. Hann endaði tveimur höggum á undan Billy Horschel og Justin Rose. A new name added to the most iconic trophy in golf. Xander Schauffele has been etched into golfing history. pic.twitter.com/2FESc4gOfW— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Eftir sigurinn í gær kom fram myndband með Schauffele þar sem hann fór yfir samskipti sín við NBA goðsögnina Michael Jordan. CBS sýndi myndbandið á miðlum sínu. Schauffele viðurkenndi þar að hann hafi tapað á móti Jordan á dögunum og það var í golfi en ekki einn á einn í körfubolta. Jordan er mikill golfáhugamaður og spilaði íþróttina grimmt á meðan hann var enn að spila körfubolta. Jordan er líka mikill keppnismaður og þekktur fyrir að leggja pening undir á golfvellinum. Fór að „tala skít“ við Jordan. Schauffele sagði söguna af leik sínum við Jordan. Allt hafi litið vel út framan af. Vandamál Schauffele hafi byrjað þegar hann fór að „tala skít“ við Jordan. Schauffele lýsti því þegar Jordan hætti þá að tala við hann á hringnum, setti upp mikinn einbeitingarsvip og náði síðan hverjum fuglinum á fætur öðrum. „Ég gerði mitt besta en hann vann mig sem er vandræðalegt,“ sagði Schauffele en má sjá þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs) Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele vann Opna breska meistaramótið í golfi í gær og hefur þar með unnið tvo af fjórum risamótum ársins. Schauffele vann PGA-meistaramótið í maí þegar hann lék á 21 höggi undir pari en að þessu sinni dugði honum að leika á níu höggum undir pari. Hann endaði tveimur höggum á undan Billy Horschel og Justin Rose. A new name added to the most iconic trophy in golf. Xander Schauffele has been etched into golfing history. pic.twitter.com/2FESc4gOfW— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Eftir sigurinn í gær kom fram myndband með Schauffele þar sem hann fór yfir samskipti sín við NBA goðsögnina Michael Jordan. CBS sýndi myndbandið á miðlum sínu. Schauffele viðurkenndi þar að hann hafi tapað á móti Jordan á dögunum og það var í golfi en ekki einn á einn í körfubolta. Jordan er mikill golfáhugamaður og spilaði íþróttina grimmt á meðan hann var enn að spila körfubolta. Jordan er líka mikill keppnismaður og þekktur fyrir að leggja pening undir á golfvellinum. Fór að „tala skít“ við Jordan. Schauffele sagði söguna af leik sínum við Jordan. Allt hafi litið vel út framan af. Vandamál Schauffele hafi byrjað þegar hann fór að „tala skít“ við Jordan. Schauffele lýsti því þegar Jordan hætti þá að tala við hann á hringnum, setti upp mikinn einbeitingarsvip og náði síðan hverjum fuglinum á fætur öðrum. „Ég gerði mitt besta en hann vann mig sem er vandræðalegt,“ sagði Schauffele en má sjá þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs)
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira