Uppgjör og viðtöl: FH - ÍA 1-1 | Evrópubaráttan óbreytt eftir dramatík í Kaplakrika Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júlí 2024 21:10 FH - KA Besta Deild Karla Sumar 2024 FH og ÍA skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. Um var að ræða sex stiga leik í Evrópubaráttunni. Keppst var um afar mikilvæg stig í baráttunni um það að hafna í fjórða sæti deildarinnar og eygja von um að tryggja sér þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á næsta keppnistímabili. Eftir rólegar upphafsmínútur færðist heldur betur fjör þegar leið á fyrri hálfleikinn þó svo að mörkin lætu á standa. Bæði lið fengu svo sannarlega færi til þess að brjóta ísinn og komast yfir en inn vildi boltinn aftur á móti ekki. Jón Gísli Eyland Gíslason komst næst því að koma Skagamönnum yfir en hann átti skot í þverslána. Steinar Þorsteinsson fékk einnig afbragðs færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks en hann skóflaði þá boltanum hátt yfir þegar hann slapp einn í gegnum vörn FH. Sigurður Bjartur Hallsson fékk hins vegar besta færi FH-liðsins undir lok hálfleiksins. Arnór Borg Guðjohnsen renndi þá boltanum á Sigurð Bjart en Árni Marínó Einarsson varði skot hans af stuttu færi afar vel. Leikurinn lokaðist nokkuð í seinni hálfleik og um meiri skák var að ræða milli liðanna og færri færi litu dagsins ljós. Það var síðan um miðbik seinni hálfleiks sem Hinrik Harðarson, framherji Skagamanna, færði meira líf í leikinn á nýjan leik þegar hann kom gestunum yfir. Johannes Vall átti þá fyrirgjöf úr aukaspyrnu og Hlynur Sævar Jónsson skallaði boltann fyrir Hinrik sem skoraði með skoti í opið markið af stuttu færi. Þetta er fjórða deildarmark Hinriks í sumar en karl faðir hans, Hörður Magnússon, hefur líklega hugsað honum þegjandi þörfina með þetta mark. Allavega blendnar tilfinningar hjá markamaskínunni fyrrverandi og goðsögninni í Kaplakrikanum. Sigurður Bjartur átti skot í stöngina þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Áfram héldu FH-ingar svo að herja á gestina af Skaganum á lokakafla leiksins og pressa heimamanna bar árangur þegar langt var komið í uppbótartíma seinni hálfleiks. Varamaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrangsson reyndist þá gulls ígildi en hann potaði boltanum yfir línuna og sá til þess að FH fengi eitt stig með fyrsta deildarmarki sínu í sumar. FH hefur nú 25 stig í fjórða sætinu en ÍA 24 í því fimmta. Valur er með 28 stig í þriðja sæti og Stjarnan 20 í því sjötta. Heimir á hliðarlínunni í leik hjá FH. Vísir/Anton Brink Heimir: Hefðum átt að spila 3-4-3 „Við sýndum góðan karakter að ná að jafna leikinn. Við vorum slakir í því að ná upp pressu þegar við vorum að tapa boltanum. Þeir fengu góðar stöður upp úr því. Svo vorum við að spila allt of mikið til hliðar og til baka fyrir minn smekk í staðinn fyrir að spila boltanum fram á við þegar það var möguleiki á því,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að leik loknum. „Engu að síður þá náðum við upp nægilegum krafti í okkar leik undir lok leiksins og hefðum hæglega getað nælt í öll stigin þrjú. Við vorum full passívír lungann úr leiknum en ég var ánægður með kraftinn og og dugnaðinn undir lokin,“ sagði Heimir enn fremur. „Ég held að ég þurfti að taka hluta að sökinni fyrir því að við næðum ekki upp floti í okkar sóknarleik. Eftir á að hyggja þá hefðum við átt að spila 3-4-3 á móti þeim í staðinn fyrir 4-2-3-1. Ég held að við hefðum náð upp betri flæði í sóknarleikinn í því kerfi og lagt þá að velli eins og við gerðum í því leikkerfi uppi á Skaga,“ sagði Heimir um taktík og upplegg FH-liðsins í þessum leik. Jón Þór: Grátlega nálægt því að ná í stigin þrjú „Við vorum grátlega nærri því að sigla þessum sigri í höfn og þetta var mjög svekkjandi. Við vorum nálægt því að skapa gott færi sjálfir áður en þeir jafna. Þetta var hins vegar bara skemmtilegur fótboltaleikur þar sem FH var meira með boltann en tilfinningin var að við hefðum fengið fleiri opin og góð færi. Frammistaða liðsins míns var flott en niðurstaðan að sama skapi vonbrigði úr því sem komið var,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna. Skagamenn misstu Oliver Stefánsson af velli vegna meiðsla en Jón Þór vissi ekki stöðuna á honum á þessum tímapunkti: „Oliver stífnaði upp og gat ekki haldið leik áfram. Við skoðum stöðuna á honum og Arnóri Smárasyni og Rúnari Má Sigurjónssyni sem gátu ekki spilað í þessum leik vegna meiðsla á morgun og sjáum þá hvers eðlis meiðslin eru. Það er sem betur fer langt á milli leikja núna og nægur tími til þess að ná sér heilum af því sem amar að,“ sagði Jón Þór um heilsuna á fyrrgreindum leikmönnum. Jón Þór býst við að bæta við leikmannahóp sinn í félagaskiptaglugganum en gat ekki gefið nánari fregnir um þær styrkingar: „Ég býst við því að bæta við leikmönnum í hópinn okkar en þar erum við að leita í leikmenn sem stækka hópinn þessa stundina og styrkja hann svo til framtíðar. Ég get veitt nánari upplýsingar um það bara í vikunni en get ekkert staðfest á þessari stundu,“ sagði Jón Þór um væntanlega leikmenn á Skagann. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA var sáttur við frammistöðuna en svekktur með niðurstöðuna. Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Í aðdraganda jöfunarmarks FH-liðsins voru Skagamenn á leið í skyndisókn þar sem þeir voru að sleppa aleinir í gegn og líklega gulltryggja sigurinn endanlega. Þess í stað komust leikmenn FH inn í sendinguna í gegn, héldu pressuna áfram og uppskáru jöfnunarmark. Þarna var enn eitt dæmi hversu stutt er á milli hláturs og gráturs í þessari fallegu íþrótt. Stjörnur og skúrkar Erik Sandberg átti afar góðan leik í miðri vörninni hjá Skagamönnum sem og Johannes Vall í vinstri bakverðinum. Þá var Hinrik réttur maður á réttum stað þegar hann náði forystunni fyrir Skagann. Hjá FH átti Gyrðir Hrafn kraftmikla innkomu sem og Björn Daníel Sverrisson. Sigurður Bjartur var iðinn við að koma sér í færi en náði ekki að færa sér þau í nyt. Erfitt er að taka einhverja skúrka út úr þessum fjöruga og skemmtilega leik. Dómarar leiksins Twana Khalid Ahmed og aðstoðarmenn hans áttu flotta frammistöðu og fá átta í einkunn. Leikurinn var nokkuð harður en Twana negldi allar stórar ákvarðanir og lét leikinn flæða vel þrátt fyrir að þó nokkuð væri um brot og pústra. Vel gert hjá dómarateyminu. Stemming og umgjörð Það var vinalega stemming í stúkunni í Kaplakrika í kvöld en nokkuð þétt var setið. Mætingin bara býsna góð einkum og sér í lagi þegar tekið er mið af því að landsmenn eru margir hverjir að sleikja sólina á suðrænni slóðum eða fyrir austn. Grasvöllur FH var eins og teppi, grænn, sléttur og fagur. Leikurinn spilaður í eðal fótboltaaðstæðum. Þokkalega hlýtt og grasið rakt án þess að vera of blautt. Besta deild karla FH ÍA Fótbolti Íslenski boltinn
FH og ÍA skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. Um var að ræða sex stiga leik í Evrópubaráttunni. Keppst var um afar mikilvæg stig í baráttunni um það að hafna í fjórða sæti deildarinnar og eygja von um að tryggja sér þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á næsta keppnistímabili. Eftir rólegar upphafsmínútur færðist heldur betur fjör þegar leið á fyrri hálfleikinn þó svo að mörkin lætu á standa. Bæði lið fengu svo sannarlega færi til þess að brjóta ísinn og komast yfir en inn vildi boltinn aftur á móti ekki. Jón Gísli Eyland Gíslason komst næst því að koma Skagamönnum yfir en hann átti skot í þverslána. Steinar Þorsteinsson fékk einnig afbragðs færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks en hann skóflaði þá boltanum hátt yfir þegar hann slapp einn í gegnum vörn FH. Sigurður Bjartur Hallsson fékk hins vegar besta færi FH-liðsins undir lok hálfleiksins. Arnór Borg Guðjohnsen renndi þá boltanum á Sigurð Bjart en Árni Marínó Einarsson varði skot hans af stuttu færi afar vel. Leikurinn lokaðist nokkuð í seinni hálfleik og um meiri skák var að ræða milli liðanna og færri færi litu dagsins ljós. Það var síðan um miðbik seinni hálfleiks sem Hinrik Harðarson, framherji Skagamanna, færði meira líf í leikinn á nýjan leik þegar hann kom gestunum yfir. Johannes Vall átti þá fyrirgjöf úr aukaspyrnu og Hlynur Sævar Jónsson skallaði boltann fyrir Hinrik sem skoraði með skoti í opið markið af stuttu færi. Þetta er fjórða deildarmark Hinriks í sumar en karl faðir hans, Hörður Magnússon, hefur líklega hugsað honum þegjandi þörfina með þetta mark. Allavega blendnar tilfinningar hjá markamaskínunni fyrrverandi og goðsögninni í Kaplakrikanum. Sigurður Bjartur átti skot í stöngina þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Áfram héldu FH-ingar svo að herja á gestina af Skaganum á lokakafla leiksins og pressa heimamanna bar árangur þegar langt var komið í uppbótartíma seinni hálfleiks. Varamaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrangsson reyndist þá gulls ígildi en hann potaði boltanum yfir línuna og sá til þess að FH fengi eitt stig með fyrsta deildarmarki sínu í sumar. FH hefur nú 25 stig í fjórða sætinu en ÍA 24 í því fimmta. Valur er með 28 stig í þriðja sæti og Stjarnan 20 í því sjötta. Heimir á hliðarlínunni í leik hjá FH. Vísir/Anton Brink Heimir: Hefðum átt að spila 3-4-3 „Við sýndum góðan karakter að ná að jafna leikinn. Við vorum slakir í því að ná upp pressu þegar við vorum að tapa boltanum. Þeir fengu góðar stöður upp úr því. Svo vorum við að spila allt of mikið til hliðar og til baka fyrir minn smekk í staðinn fyrir að spila boltanum fram á við þegar það var möguleiki á því,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að leik loknum. „Engu að síður þá náðum við upp nægilegum krafti í okkar leik undir lok leiksins og hefðum hæglega getað nælt í öll stigin þrjú. Við vorum full passívír lungann úr leiknum en ég var ánægður með kraftinn og og dugnaðinn undir lokin,“ sagði Heimir enn fremur. „Ég held að ég þurfti að taka hluta að sökinni fyrir því að við næðum ekki upp floti í okkar sóknarleik. Eftir á að hyggja þá hefðum við átt að spila 3-4-3 á móti þeim í staðinn fyrir 4-2-3-1. Ég held að við hefðum náð upp betri flæði í sóknarleikinn í því kerfi og lagt þá að velli eins og við gerðum í því leikkerfi uppi á Skaga,“ sagði Heimir um taktík og upplegg FH-liðsins í þessum leik. Jón Þór: Grátlega nálægt því að ná í stigin þrjú „Við vorum grátlega nærri því að sigla þessum sigri í höfn og þetta var mjög svekkjandi. Við vorum nálægt því að skapa gott færi sjálfir áður en þeir jafna. Þetta var hins vegar bara skemmtilegur fótboltaleikur þar sem FH var meira með boltann en tilfinningin var að við hefðum fengið fleiri opin og góð færi. Frammistaða liðsins míns var flott en niðurstaðan að sama skapi vonbrigði úr því sem komið var,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna. Skagamenn misstu Oliver Stefánsson af velli vegna meiðsla en Jón Þór vissi ekki stöðuna á honum á þessum tímapunkti: „Oliver stífnaði upp og gat ekki haldið leik áfram. Við skoðum stöðuna á honum og Arnóri Smárasyni og Rúnari Má Sigurjónssyni sem gátu ekki spilað í þessum leik vegna meiðsla á morgun og sjáum þá hvers eðlis meiðslin eru. Það er sem betur fer langt á milli leikja núna og nægur tími til þess að ná sér heilum af því sem amar að,“ sagði Jón Þór um heilsuna á fyrrgreindum leikmönnum. Jón Þór býst við að bæta við leikmannahóp sinn í félagaskiptaglugganum en gat ekki gefið nánari fregnir um þær styrkingar: „Ég býst við því að bæta við leikmönnum í hópinn okkar en þar erum við að leita í leikmenn sem stækka hópinn þessa stundina og styrkja hann svo til framtíðar. Ég get veitt nánari upplýsingar um það bara í vikunni en get ekkert staðfest á þessari stundu,“ sagði Jón Þór um væntanlega leikmenn á Skagann. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA var sáttur við frammistöðuna en svekktur með niðurstöðuna. Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Í aðdraganda jöfunarmarks FH-liðsins voru Skagamenn á leið í skyndisókn þar sem þeir voru að sleppa aleinir í gegn og líklega gulltryggja sigurinn endanlega. Þess í stað komust leikmenn FH inn í sendinguna í gegn, héldu pressuna áfram og uppskáru jöfnunarmark. Þarna var enn eitt dæmi hversu stutt er á milli hláturs og gráturs í þessari fallegu íþrótt. Stjörnur og skúrkar Erik Sandberg átti afar góðan leik í miðri vörninni hjá Skagamönnum sem og Johannes Vall í vinstri bakverðinum. Þá var Hinrik réttur maður á réttum stað þegar hann náði forystunni fyrir Skagann. Hjá FH átti Gyrðir Hrafn kraftmikla innkomu sem og Björn Daníel Sverrisson. Sigurður Bjartur var iðinn við að koma sér í færi en náði ekki að færa sér þau í nyt. Erfitt er að taka einhverja skúrka út úr þessum fjöruga og skemmtilega leik. Dómarar leiksins Twana Khalid Ahmed og aðstoðarmenn hans áttu flotta frammistöðu og fá átta í einkunn. Leikurinn var nokkuð harður en Twana negldi allar stórar ákvarðanir og lét leikinn flæða vel þrátt fyrir að þó nokkuð væri um brot og pústra. Vel gert hjá dómarateyminu. Stemming og umgjörð Það var vinalega stemming í stúkunni í Kaplakrika í kvöld en nokkuð þétt var setið. Mætingin bara býsna góð einkum og sér í lagi þegar tekið er mið af því að landsmenn eru margir hverjir að sleikja sólina á suðrænni slóðum eða fyrir austn. Grasvöllur FH var eins og teppi, grænn, sléttur og fagur. Leikurinn spilaður í eðal fótboltaaðstæðum. Þokkalega hlýtt og grasið rakt án þess að vera of blautt.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti