Ákærður Barton segir Bretland verðandi bananalýðveldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2024 07:00 Verið án starfs síðan í október á síðasta ári. Matthew Ashton/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Joey Barton heldur áfram að fara hamförum á samfélagsmiðlum. Nú eftir að hann var ákærður vegna ummæla um fjölmiðla- og fyrrverandi landsliðskonunnar Eni Aluko. Hinn 41 árs gamli Barton lagði skóna á hilluna 2017 en hefur ekki komið að knattspyrnu síðan á síðasta ári þegar honum var sagt upp störfum hjá Bristol Rovers. Þar hafði hann verið frá 2021 en frá 2018 til 2021 var hann þjálfari Fleetwood Town. Síðan Barton var sagt upp hjá Bristol Rovers hann hefur verið duglegur að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlum og þá aðallega er kemur að kvenfólki sem fjallar um karlkyns íþróttir. Barton tókst að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum þegar hann sagði þær Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þá tjáði Barton sig um fjölskyldu Alukos. Hann hélt því meðal annars fram að faðir hennar, fyrrverandi þingmaður í Nígeríu, hefði auðgast á vafasaman hátt og hún hefði notað góðs af því. Aluko hefur óttast um öryggi sitt og sagðist hafa flúið land vegna netníðs frá Barton og fleirum. Á endanum leitaði hún til lögfræðings og var Barton ákærður vegna ummæla sinna. Það þarf kannski ekki að taka fram að Barton tók ekki vel í ákæruna og hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir hann Bretland vera í þann mund að verða bananalýðveldi og svo spyr hann hvort lögreglan hafi nú ekki mikilvægari hluti að gera heldur en að elta mál sem þessi. I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands? British system is becoming a Banana Republic.Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024 „Ekki alveg Norður-Kórea en það styttist,“ sagði hann jafnframt í færslunni sem sjá má hér að ofan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Barton lagði skóna á hilluna 2017 en hefur ekki komið að knattspyrnu síðan á síðasta ári þegar honum var sagt upp störfum hjá Bristol Rovers. Þar hafði hann verið frá 2021 en frá 2018 til 2021 var hann þjálfari Fleetwood Town. Síðan Barton var sagt upp hjá Bristol Rovers hann hefur verið duglegur að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlum og þá aðallega er kemur að kvenfólki sem fjallar um karlkyns íþróttir. Barton tókst að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum þegar hann sagði þær Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þá tjáði Barton sig um fjölskyldu Alukos. Hann hélt því meðal annars fram að faðir hennar, fyrrverandi þingmaður í Nígeríu, hefði auðgast á vafasaman hátt og hún hefði notað góðs af því. Aluko hefur óttast um öryggi sitt og sagðist hafa flúið land vegna netníðs frá Barton og fleirum. Á endanum leitaði hún til lögfræðings og var Barton ákærður vegna ummæla sinna. Það þarf kannski ekki að taka fram að Barton tók ekki vel í ákæruna og hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir hann Bretland vera í þann mund að verða bananalýðveldi og svo spyr hann hvort lögreglan hafi nú ekki mikilvægari hluti að gera heldur en að elta mál sem þessi. I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands? British system is becoming a Banana Republic.Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024 „Ekki alveg Norður-Kórea en það styttist,“ sagði hann jafnframt í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Sjá meira