Umræða um feðraveldi og karlrembu skekur djassbransann Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 22:27 Sunna Gunnlaugsdóttir skrifaði færslu um feðraveldið og karlrembu í djassbransanum á Íslandi. Í kjölfarið svaraði Einar Scheving henni. „En þetta er svo barnalegt. Þetta er svo mikill sandkassaleikur. Þetta er engum til framdráttar og svo sannarlega ekki að efla hið litla samfélag sem jazzsenan er. Þessi eilífa sundrung og barátta um kökuna mun ekki bæta stöðu jazzsenunnar og er örugglega ástæða þess að við erum margra áratuga eftirbátar frænda okkar á hinum Norðurlöndunum. Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að taka á honum stóra sínum og hætta að vera oggupínulítill karl?“ Þetta skrifar Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti í Facebook-færslu þar sem hún gerir karlrembu og feðraveldi íslensku djasssenunnar að umtalsefni sínu. Að vera lítill karl er titill færslu Sunnu. Annars vegar tekur hún fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur, bæði þegar hún gagnrýndi fyrirkomulag hátíðarinnar og þegar hún sat í stjórn hennar, og hins vegar samskipti við tónlistarmann. Þessi tónlistarmaður er ekki nafngreindur í færslu Sunnu, en Einar Scheving trommari hefur birt færslu á sinni Facebook-síðu þar sem hann svarar fyrir sig og sakar hana um rógburð. „Vöruð við að stíga á tærnar á tilkörlunum“ Til að byrja með fjallar Sunna um Jazzhátíð Reykjavíkur, bæði þegar hún gagnrýndi fyrirkomulag hátíðarinnar og þegar hún sat í stjórn hennar. Að sögn Sunnu féllu breytingar á hátíðinni, sem munu hafa verið gerðar fyrir hátíðina 2015 og snerust meðal annars um að flytjendur þyrftu að sækja um að koma fram á hátíðinni, ekki í kramið hjá sumum „tilkörlum“ sem álitu sjálfa sig eigendur hátíðarinnar. „Ég var vöruð við að stíga á tærnar á tilkörlunum og mér kurteisislega bent á að „brosa meira og ekki segja nei við þessa menn“. Það var öskrað á mig þegar menn fengu ekki sínu fram,“ segir hún um veru sína í stjórn hátíðarinnar. Þá segist hún hafa heyrt af því að það færi fyrir brjóstið á sumum að hátíðinni gengi vel fjárhagslega, og þá hafi henni verið eignaðar skoðanir um að hún vildi ekki fá hinn eða þennan flytjanda til að spila. „Þeir eru nokkrir, alls ekki allir, en nógu margir til að eitra út frá sér. Frekjan, eigingirnin og allt illa umtalið. Maður lifandi. Jazzhátíð Reykjavíkur er helsta afl jazzsamfélagsins en samt er eins og menn leggi sig fram um að grafa undan henni, hliðarverðirnir sem koma í veg fyrir að nokkuð geti dafnað því þeir óttast að vera skildir eftir. Svo eru það hinir sem ekkert segja af því að þeir óttast að missa sinn hlut. En vitið þið, illt gerir engum gott,“ skrifar Sunna. Þess má geta að í svargrein Einars segist hann ekki setja spurningamerki við þessa upplifun hennar af djassbransanum á Íslandi. Sjálfur segist hann ekki hafa upplifað karlrembu meðal djasstónlistarmanna á Íslandi, en hann segir að eflaust megi finna hana hjá þeim líkt og annars staðar. „Ég hef ekki enn jafnað mig á karlrembunni“ Seinni hluti færslu Sunnu varðar samskipti við Einar, sem líkt og áður segir er ekki nafngreindur í færslunni. Hún hafi fengið skilaboð frá honum vegna þess að honum hafði borist til eyrna að hún bæði fólk að ráða hann ekki í bönd á tónleikaseríum þar sem hún kæmi að. Hann vildi fá útskýringu á því. Í færslu sinni svarar Sunna Einari. Hún segir að þegar hún var að bóka fyrir hátíðina Freyjufest sem var í Hörpu í janúar í fyrra hafi hún sagt í einkasamtali við annan einstakling að hún vildi ekki bóka hann þar sem hún sagðist ekki vera búin að jafna sig á karlrembunni í kringum Jazzhátíð Reykjavíkur. „Þetta er bara dagsatt. Ég hef ekki enn jafnað mig á karlrembunni og forréttindafrekjunni í kringum þig og þína. Mér er ekki illa við þig þó mér hafi misboðið framkoma þín og að mig langi ekki að vera í návist þinni og langaði ekki að þú kæmir sem afleysingamaður á hátíðina sem ég bjó til og fjármagnaði. Þér finnst ég ekki hafa rétt á að velja fólkið sem ég greiði laun en mér finnst eðlilegt að ég geri það. Þá er ég að tala um verkefni sem ég fjármagna en ekki sjálfseignarfélag eins og Jazzhátíð Reykjavíkur. Ég mun aldrei vísvitandi fara niður á þetta plan að grafa undan tækifærum annara.“ Segist alltaf sýnt Sunnu kurteisi Sunna birti færslu sína um hálftvöleytið í dag, en rétt fyrir sjö í kvöld birti Einar svargrein. Hann segir að líklega hefðu flestir almannatenglar sagt tilgangslaust að rita slíka grein, en þar sem færsla Sunnu hafi vakið athygli og hlotið undirtektir frá samstarfsfólki og vinum Einars sjái hann sig knúinn til að svara fyrir sig. „Ég hef alltaf talað við Sunnu eins og hverja aðra manneskju, enda fer ég ekki í manngreinarálít í samskiptum mínum við fólk, burt séð frá kyni. Ég hef alltaf sýnt henni kurteisi, jafnvel þrátt fyrir að hún hafi lengi sýnt mér kaldlyndi sem ég hef hreinlega aldrei botnað í. Rétt eins og Sunna bendir á í sinni færslu þá er ekkert pláss fyrir leiðindi í okkar litla bransa, en einu leiðindin milli okkar Sunnu eru ekki frá mér komin og þykir mér leitt að henni skuli augljóslega vera illa við mig. Ég stjórna hins vegar ekki öðru fólki og hef því hingað til leitt þetta hjá mér,“ skrifar Einar. Um þessi samskipti hans og Sunnu segir hann að þau hafi lítið talast við undanfarið, en þegar hann hafi heyrt að hún hafi beðið listamann um að ráða hann ekki í hljómsveit hafi hann ákveðið að spyrja hvort henni væri illa við sig. „Hún ræður eðlilega hverjir koma fram á þeim tónleikum sem hún skipuleggur, en mér brá eðlilega að heyra að hún hefði beðið viðkomandi listamann sérstaklega að ráða mig ekki. Þegar ég frétti þetta þá að sjálfsögðu spurði ég Sunnu út í þetta og hvort henni væri eitthvað illa við mig,“ segir Einar. „Hún sagðist mundu svara mér og beið ég því eftir útskýringum. Þær komu aldrei fyrr en ég rakst á þessa færslu Sunnu, þar sem hún reynir að spyrða mig við einhverja landlæga karlrembu innan jazzgeirans. Það er gjörsamlega óásættanlegur rógburður, enda eins og áður sagði þá fyrirlít ég þann heim sem hún reynir að spyrða við mig.“ Tónlist Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Þetta skrifar Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti í Facebook-færslu þar sem hún gerir karlrembu og feðraveldi íslensku djasssenunnar að umtalsefni sínu. Að vera lítill karl er titill færslu Sunnu. Annars vegar tekur hún fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur, bæði þegar hún gagnrýndi fyrirkomulag hátíðarinnar og þegar hún sat í stjórn hennar, og hins vegar samskipti við tónlistarmann. Þessi tónlistarmaður er ekki nafngreindur í færslu Sunnu, en Einar Scheving trommari hefur birt færslu á sinni Facebook-síðu þar sem hann svarar fyrir sig og sakar hana um rógburð. „Vöruð við að stíga á tærnar á tilkörlunum“ Til að byrja með fjallar Sunna um Jazzhátíð Reykjavíkur, bæði þegar hún gagnrýndi fyrirkomulag hátíðarinnar og þegar hún sat í stjórn hennar. Að sögn Sunnu féllu breytingar á hátíðinni, sem munu hafa verið gerðar fyrir hátíðina 2015 og snerust meðal annars um að flytjendur þyrftu að sækja um að koma fram á hátíðinni, ekki í kramið hjá sumum „tilkörlum“ sem álitu sjálfa sig eigendur hátíðarinnar. „Ég var vöruð við að stíga á tærnar á tilkörlunum og mér kurteisislega bent á að „brosa meira og ekki segja nei við þessa menn“. Það var öskrað á mig þegar menn fengu ekki sínu fram,“ segir hún um veru sína í stjórn hátíðarinnar. Þá segist hún hafa heyrt af því að það færi fyrir brjóstið á sumum að hátíðinni gengi vel fjárhagslega, og þá hafi henni verið eignaðar skoðanir um að hún vildi ekki fá hinn eða þennan flytjanda til að spila. „Þeir eru nokkrir, alls ekki allir, en nógu margir til að eitra út frá sér. Frekjan, eigingirnin og allt illa umtalið. Maður lifandi. Jazzhátíð Reykjavíkur er helsta afl jazzsamfélagsins en samt er eins og menn leggi sig fram um að grafa undan henni, hliðarverðirnir sem koma í veg fyrir að nokkuð geti dafnað því þeir óttast að vera skildir eftir. Svo eru það hinir sem ekkert segja af því að þeir óttast að missa sinn hlut. En vitið þið, illt gerir engum gott,“ skrifar Sunna. Þess má geta að í svargrein Einars segist hann ekki setja spurningamerki við þessa upplifun hennar af djassbransanum á Íslandi. Sjálfur segist hann ekki hafa upplifað karlrembu meðal djasstónlistarmanna á Íslandi, en hann segir að eflaust megi finna hana hjá þeim líkt og annars staðar. „Ég hef ekki enn jafnað mig á karlrembunni“ Seinni hluti færslu Sunnu varðar samskipti við Einar, sem líkt og áður segir er ekki nafngreindur í færslunni. Hún hafi fengið skilaboð frá honum vegna þess að honum hafði borist til eyrna að hún bæði fólk að ráða hann ekki í bönd á tónleikaseríum þar sem hún kæmi að. Hann vildi fá útskýringu á því. Í færslu sinni svarar Sunna Einari. Hún segir að þegar hún var að bóka fyrir hátíðina Freyjufest sem var í Hörpu í janúar í fyrra hafi hún sagt í einkasamtali við annan einstakling að hún vildi ekki bóka hann þar sem hún sagðist ekki vera búin að jafna sig á karlrembunni í kringum Jazzhátíð Reykjavíkur. „Þetta er bara dagsatt. Ég hef ekki enn jafnað mig á karlrembunni og forréttindafrekjunni í kringum þig og þína. Mér er ekki illa við þig þó mér hafi misboðið framkoma þín og að mig langi ekki að vera í návist þinni og langaði ekki að þú kæmir sem afleysingamaður á hátíðina sem ég bjó til og fjármagnaði. Þér finnst ég ekki hafa rétt á að velja fólkið sem ég greiði laun en mér finnst eðlilegt að ég geri það. Þá er ég að tala um verkefni sem ég fjármagna en ekki sjálfseignarfélag eins og Jazzhátíð Reykjavíkur. Ég mun aldrei vísvitandi fara niður á þetta plan að grafa undan tækifærum annara.“ Segist alltaf sýnt Sunnu kurteisi Sunna birti færslu sína um hálftvöleytið í dag, en rétt fyrir sjö í kvöld birti Einar svargrein. Hann segir að líklega hefðu flestir almannatenglar sagt tilgangslaust að rita slíka grein, en þar sem færsla Sunnu hafi vakið athygli og hlotið undirtektir frá samstarfsfólki og vinum Einars sjái hann sig knúinn til að svara fyrir sig. „Ég hef alltaf talað við Sunnu eins og hverja aðra manneskju, enda fer ég ekki í manngreinarálít í samskiptum mínum við fólk, burt séð frá kyni. Ég hef alltaf sýnt henni kurteisi, jafnvel þrátt fyrir að hún hafi lengi sýnt mér kaldlyndi sem ég hef hreinlega aldrei botnað í. Rétt eins og Sunna bendir á í sinni færslu þá er ekkert pláss fyrir leiðindi í okkar litla bransa, en einu leiðindin milli okkar Sunnu eru ekki frá mér komin og þykir mér leitt að henni skuli augljóslega vera illa við mig. Ég stjórna hins vegar ekki öðru fólki og hef því hingað til leitt þetta hjá mér,“ skrifar Einar. Um þessi samskipti hans og Sunnu segir hann að þau hafi lítið talast við undanfarið, en þegar hann hafi heyrt að hún hafi beðið listamann um að ráða hann ekki í hljómsveit hafi hann ákveðið að spyrja hvort henni væri illa við sig. „Hún ræður eðlilega hverjir koma fram á þeim tónleikum sem hún skipuleggur, en mér brá eðlilega að heyra að hún hefði beðið viðkomandi listamann sérstaklega að ráða mig ekki. Þegar ég frétti þetta þá að sjálfsögðu spurði ég Sunnu út í þetta og hvort henni væri eitthvað illa við mig,“ segir Einar. „Hún sagðist mundu svara mér og beið ég því eftir útskýringum. Þær komu aldrei fyrr en ég rakst á þessa færslu Sunnu, þar sem hún reynir að spyrða mig við einhverja landlæga karlrembu innan jazzgeirans. Það er gjörsamlega óásættanlegur rógburður, enda eins og áður sagði þá fyrirlít ég þann heim sem hún reynir að spyrða við mig.“
Tónlist Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira